VG og Framsókn þori ekki í hugsjónabaráttu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Að sögn Þorgerðar Katrínar er um risamál að ræða. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira