Skiptir máli hvernig umræðan í kringum kynferðisbrot fer fram Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 18:42 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“ Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“
Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira