Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. nóvember 2018 12:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. Í upphafi mánaðarins ógilti Hæstiréttur fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna ætlaðra brota fyrirtækisins á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri á árunum eftir hrun. Eftir úrskurð Hæstaréttar steig forstjóri Samherja fram og bar seðlabankastjóra þungum sökum, sagði hann hafa gerst brotlegan við lög og að Samherji íhugaði nú að sækja seðlabankastjóra til saka vegna málsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Már sagðist ekki ætla að tjá sig nánar um hugsanlega kæru Samherja á hendur sér, fyrirtækið hafi rétt til að leita réttar síns.Höftin láku „Það verður náttúrulega að hafa það í huga, að það er hin hliðin á þessu máli, það er að á þessum tíma, láku höftin allverulega, sérstaklega á árinu 2009. Bæði vantaði upp á skilaskylduna og það var verið að koma með aflandskrónur í stórum stíl til landsins. Menn voru náttúrulega að græða á þessu öllu. Sá hagnaður féll ekki af himnum ofan. Hann kom úr vasa almennings,“ segir Már. Hann segir það hafa verið skyldu Seðlabankans að láta gjaldeyrishöftin halda. Það hafi tekist að lokum og gjaldeyrisskilin batnað. „Við litum á þessa skyldu okkar og tókum það alvarlega. Auðvitað er líka hægt að gera hina villuna, af því að menn eru svo hræddir um að þeir vinni ekki öll mál, að þeir gegni ekki þessari skyldu sinni. Okkur ber að kæra ef rökstuddur grunur er. Við eigum ekki að leggja mat á það hvað er best fyrir okkur. Þetta er bara ótvíræð skylda.“Ólöglegt að leita sátta Hann segir að það hafi verið ólöglegt að ljúka málinu með sáttaferli. „Varðandi það að ef menn ætli að segja að þetta hafi verið sérstök herferð, þá reyndi ég að kanna þann möguleika, áður en Samherji var kærður í fyrra skiptið, sagði ég við mína lögfræðinga og aðra: „Er ekki hægt að setja þetta mál í sáttaferli?“ Vegna þess að svona mál eru flókin. Þá var kallað á hæstaréttarlögmann sem sagði bara réttilega, og las upp úr lögunum: „Þú mátt það ekki. Þá ert þú að brjóta lögin“,“ sagði Már Guðmundsson en samtal þeirra Kristjáns má nálgast í heild sinni hér að neðan. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Sprengisandur Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. Í upphafi mánaðarins ógilti Hæstiréttur fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna ætlaðra brota fyrirtækisins á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri á árunum eftir hrun. Eftir úrskurð Hæstaréttar steig forstjóri Samherja fram og bar seðlabankastjóra þungum sökum, sagði hann hafa gerst brotlegan við lög og að Samherji íhugaði nú að sækja seðlabankastjóra til saka vegna málsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Már sagðist ekki ætla að tjá sig nánar um hugsanlega kæru Samherja á hendur sér, fyrirtækið hafi rétt til að leita réttar síns.Höftin láku „Það verður náttúrulega að hafa það í huga, að það er hin hliðin á þessu máli, það er að á þessum tíma, láku höftin allverulega, sérstaklega á árinu 2009. Bæði vantaði upp á skilaskylduna og það var verið að koma með aflandskrónur í stórum stíl til landsins. Menn voru náttúrulega að græða á þessu öllu. Sá hagnaður féll ekki af himnum ofan. Hann kom úr vasa almennings,“ segir Már. Hann segir það hafa verið skyldu Seðlabankans að láta gjaldeyrishöftin halda. Það hafi tekist að lokum og gjaldeyrisskilin batnað. „Við litum á þessa skyldu okkar og tókum það alvarlega. Auðvitað er líka hægt að gera hina villuna, af því að menn eru svo hræddir um að þeir vinni ekki öll mál, að þeir gegni ekki þessari skyldu sinni. Okkur ber að kæra ef rökstuddur grunur er. Við eigum ekki að leggja mat á það hvað er best fyrir okkur. Þetta er bara ótvíræð skylda.“Ólöglegt að leita sátta Hann segir að það hafi verið ólöglegt að ljúka málinu með sáttaferli. „Varðandi það að ef menn ætli að segja að þetta hafi verið sérstök herferð, þá reyndi ég að kanna þann möguleika, áður en Samherji var kærður í fyrra skiptið, sagði ég við mína lögfræðinga og aðra: „Er ekki hægt að setja þetta mál í sáttaferli?“ Vegna þess að svona mál eru flókin. Þá var kallað á hæstaréttarlögmann sem sagði bara réttilega, og las upp úr lögunum: „Þú mátt það ekki. Þá ert þú að brjóta lögin“,“ sagði Már Guðmundsson en samtal þeirra Kristjáns má nálgast í heild sinni hér að neðan.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Sprengisandur Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
„Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30
Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03