Cristiano Ronaldo skoraði eitt mark er Juventus vann einn sigurinn í ítölsku deildinni er liðið vann 2-0 sigur á nýliðum SPAL.
Ronaldo kom Juventus yfir á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Miralem Pjanic og í síðari hálfleik tvöfaldaði Mario Mandzukic forystuna fyrir Juventus.
Það er fátt sem kemur í veg fyrir það að Juventus verði meistari enn eitt árið á Ítalíu en liðið er með 37 stig eftir fyrstu þrettán leikina.
Liðið hefur unnið tólf og gert eitt jafntefli en næst kemur Napoli með 28 stig. Þeir eiga þó leik til góða en nýliðar SPAL eru í fimmtánda sætinu.
Ronaldo á skotskónum gegn nýliðunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
