Dembele bjargaði stigi fyrir Barcelona í toppslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. nóvember 2018 21:45 Dembele og Suarez fagna jöfnunarmarkinu. Vísir/Getty Ousmane Dembele bjargaði stigi fyrir Barcelona sem gerði 1-1 jafntefli við Atletico Madrid í toppbaráttuslag í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lengi vel var markalaust í leiknum en Diego Costa kom Atletico Madrid yfir er þrettán mínútur voru eftir af leiknum og flest stefndi í sigur Atletico. Í uppbótartíma var það hins vegar Ousmane Dembele sem bjargaði stigi fyrir Barcelona eftir undirbúning Argentínumannsins Lionel Messi. Lokatölur 1-1. Barcelona er á toppi deildarinnar með 25 stig en stigi á eftir er Atletico Madrid í öðru sætinu. Real Madrid er í sjötta sætinu með tuttugu stig, fimm stigum á eftir Börsungum. Spænski boltinn
Ousmane Dembele bjargaði stigi fyrir Barcelona sem gerði 1-1 jafntefli við Atletico Madrid í toppbaráttuslag í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lengi vel var markalaust í leiknum en Diego Costa kom Atletico Madrid yfir er þrettán mínútur voru eftir af leiknum og flest stefndi í sigur Atletico. Í uppbótartíma var það hins vegar Ousmane Dembele sem bjargaði stigi fyrir Barcelona eftir undirbúning Argentínumannsins Lionel Messi. Lokatölur 1-1. Barcelona er á toppi deildarinnar með 25 stig en stigi á eftir er Atletico Madrid í öðru sætinu. Real Madrid er í sjötta sætinu með tuttugu stig, fimm stigum á eftir Börsungum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti