Styðjum nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Valgerður Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim vettvangi til að kalla fram örari þróun bæði í tækni, viðskiptum og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt styrki til ákveðinna verkefna bæði hjá hinu opinbera og fjárfestum. Við Íslendingar erum óspör á hvatninguna og hrósið í garð þeirra sem reyna að finna nýjar leiðir til að gera líf okkar allra betra. En þegar kemur að nýsköpun í heilbrigðismálum þá breytist allt. Þar er lítill vilji til þess að sjá einstaklinga finna nýjar leiðir til að gera hlutina, skara fram úr og berjast fyrir hönd þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Enn fremur virðist sem hið opinbera leggi heldur steina í götu þeirra sem berjast af hugsjón í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að skera niður fjárveitingar til þeirra. Þannig er málum háttað varðandi GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls, samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu sem nú hafa misst fjárveitingu sína frá ríkinu. Auður Axelsdóttir stofnaði Hugarafl árið 2003, ásamt fjórum öðrum sem höfðu reynslu af geðröskunum. Hugarafl hefur unnið þrekvirki á síðustu fimmtán árum og lagt áherslu á forvarnir, uppbyggingu í bataferli og endurhæfingu. Starfið hefur breytt og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi þann tíma sem það hefur starfað. Notkun hugtaka líkt og bati og valdefling eru nú almennt notuð innan geðheilbrigðiskerfisins en þau þekktust vart þegar starf Hugarafls hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni fyrir frumkvæði í geðheilbrigðismálum árið 2017.Heilsugæslan tekur við Á þeim fimmtán árum sem Hugarafl hefur verið starfrækt hefur náðst frábær árangur og fjöldi manns leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið að GET sem vann í nánu samstarfi við Hugarafl hefur verið lagt niður en það gerðist 1. september sl. Fjárveitingin fyrir teymið hefur verið færð til heilsugæslustöðvanna. Starf Hugarafls hefur verið í uppnámi vegna þessa en stjórn Hugarafls hefur ekki hug á að gefast upp þrátt fyrir að starf samtakanna sér í hættu og óvissa ríki enn með framtíðina. Með því að loka GET er verið að hefta aðgengi fólks með geðröskun að hjálpinni sem það svo sárlega þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir gátu komið og sótt nauðsynlega þjónustu. Með þessum aðgerðum er búið að draga úr valfrelsi fólks í þessum málaflokki. Þess í stað var tekin ákvörðun um að auka enn frekar álag á heilsugæsluna sem mun gera fólki erfiðara fyrir að nálgast aðstoð hratt og örugglega þegar erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET starfaði fagfólk með mikla þekkingu sem vildi koma henni í farveg sem virkaði, farveg sem gagnaðist og var aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið lokað þeim farvegi og beinir öllu í hítina sem er heilsugæslan. Er þetta skýrt dæmi um hvernig nýsköpun og einkaframtak er ekki velkomið í heilbrigðiskerfinu.Þorum að fara nýjar leiðir Eftir stendur að við verðum að gæta að því að þeir einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda geti nálgast hana hratt og örugglega. Við stöndum frammi fyrir fíknifaraldri og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið hærri, ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hafa val um fjölbreytt úrræði þá er það núna. Úrræðin spila oft saman eins og í tilfelli Hugarafls og GET og því verður að passa að keðjan slitni ekki eins og í þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum við úrræði sem þessi eru einstaklingar sem kjósa að leita sér hjálpar og koma sér aftur út í samfélagið. Það verður að bregðast við með varanlegum lausnum, líkt og að tryggja starfsemi GET og Hugarafls fjárhagslegt öryggi til frambúðar. Við þurfum ekki að vera hrædd við að styðja við bakið á nýsköpun í geðheilbrigðismálum. Þeir sem sýna árangur eiga ekki að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni. Þeir einstaklingar sem taka þennan slag með nýjum leiðum og úrræðum eru ekki bara að spara á endanum tugi milljóna, heldur eru þeir að bjarga mannslífum og það verður seint metið til fjár. Höfum dug og þor til að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim sem vilja byggja upp nýjar lausnir. Tryggjum að starfsemi GET og Hugarafls geti haldið áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim vettvangi til að kalla fram örari þróun bæði í tækni, viðskiptum og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt styrki til ákveðinna verkefna bæði hjá hinu opinbera og fjárfestum. Við Íslendingar erum óspör á hvatninguna og hrósið í garð þeirra sem reyna að finna nýjar leiðir til að gera líf okkar allra betra. En þegar kemur að nýsköpun í heilbrigðismálum þá breytist allt. Þar er lítill vilji til þess að sjá einstaklinga finna nýjar leiðir til að gera hlutina, skara fram úr og berjast fyrir hönd þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Enn fremur virðist sem hið opinbera leggi heldur steina í götu þeirra sem berjast af hugsjón í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að skera niður fjárveitingar til þeirra. Þannig er málum háttað varðandi GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls, samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu sem nú hafa misst fjárveitingu sína frá ríkinu. Auður Axelsdóttir stofnaði Hugarafl árið 2003, ásamt fjórum öðrum sem höfðu reynslu af geðröskunum. Hugarafl hefur unnið þrekvirki á síðustu fimmtán árum og lagt áherslu á forvarnir, uppbyggingu í bataferli og endurhæfingu. Starfið hefur breytt og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi þann tíma sem það hefur starfað. Notkun hugtaka líkt og bati og valdefling eru nú almennt notuð innan geðheilbrigðiskerfisins en þau þekktust vart þegar starf Hugarafls hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni fyrir frumkvæði í geðheilbrigðismálum árið 2017.Heilsugæslan tekur við Á þeim fimmtán árum sem Hugarafl hefur verið starfrækt hefur náðst frábær árangur og fjöldi manns leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið að GET sem vann í nánu samstarfi við Hugarafl hefur verið lagt niður en það gerðist 1. september sl. Fjárveitingin fyrir teymið hefur verið færð til heilsugæslustöðvanna. Starf Hugarafls hefur verið í uppnámi vegna þessa en stjórn Hugarafls hefur ekki hug á að gefast upp þrátt fyrir að starf samtakanna sér í hættu og óvissa ríki enn með framtíðina. Með því að loka GET er verið að hefta aðgengi fólks með geðröskun að hjálpinni sem það svo sárlega þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir gátu komið og sótt nauðsynlega þjónustu. Með þessum aðgerðum er búið að draga úr valfrelsi fólks í þessum málaflokki. Þess í stað var tekin ákvörðun um að auka enn frekar álag á heilsugæsluna sem mun gera fólki erfiðara fyrir að nálgast aðstoð hratt og örugglega þegar erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET starfaði fagfólk með mikla þekkingu sem vildi koma henni í farveg sem virkaði, farveg sem gagnaðist og var aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið lokað þeim farvegi og beinir öllu í hítina sem er heilsugæslan. Er þetta skýrt dæmi um hvernig nýsköpun og einkaframtak er ekki velkomið í heilbrigðiskerfinu.Þorum að fara nýjar leiðir Eftir stendur að við verðum að gæta að því að þeir einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda geti nálgast hana hratt og örugglega. Við stöndum frammi fyrir fíknifaraldri og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið hærri, ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hafa val um fjölbreytt úrræði þá er það núna. Úrræðin spila oft saman eins og í tilfelli Hugarafls og GET og því verður að passa að keðjan slitni ekki eins og í þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum við úrræði sem þessi eru einstaklingar sem kjósa að leita sér hjálpar og koma sér aftur út í samfélagið. Það verður að bregðast við með varanlegum lausnum, líkt og að tryggja starfsemi GET og Hugarafls fjárhagslegt öryggi til frambúðar. Við þurfum ekki að vera hrædd við að styðja við bakið á nýsköpun í geðheilbrigðismálum. Þeir sem sýna árangur eiga ekki að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni. Þeir einstaklingar sem taka þennan slag með nýjum leiðum og úrræðum eru ekki bara að spara á endanum tugi milljóna, heldur eru þeir að bjarga mannslífum og það verður seint metið til fjár. Höfum dug og þor til að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim sem vilja byggja upp nýjar lausnir. Tryggjum að starfsemi GET og Hugarafls geti haldið áfram.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun