Styðjum nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Valgerður Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim vettvangi til að kalla fram örari þróun bæði í tækni, viðskiptum og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt styrki til ákveðinna verkefna bæði hjá hinu opinbera og fjárfestum. Við Íslendingar erum óspör á hvatninguna og hrósið í garð þeirra sem reyna að finna nýjar leiðir til að gera líf okkar allra betra. En þegar kemur að nýsköpun í heilbrigðismálum þá breytist allt. Þar er lítill vilji til þess að sjá einstaklinga finna nýjar leiðir til að gera hlutina, skara fram úr og berjast fyrir hönd þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Enn fremur virðist sem hið opinbera leggi heldur steina í götu þeirra sem berjast af hugsjón í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að skera niður fjárveitingar til þeirra. Þannig er málum háttað varðandi GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls, samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu sem nú hafa misst fjárveitingu sína frá ríkinu. Auður Axelsdóttir stofnaði Hugarafl árið 2003, ásamt fjórum öðrum sem höfðu reynslu af geðröskunum. Hugarafl hefur unnið þrekvirki á síðustu fimmtán árum og lagt áherslu á forvarnir, uppbyggingu í bataferli og endurhæfingu. Starfið hefur breytt og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi þann tíma sem það hefur starfað. Notkun hugtaka líkt og bati og valdefling eru nú almennt notuð innan geðheilbrigðiskerfisins en þau þekktust vart þegar starf Hugarafls hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni fyrir frumkvæði í geðheilbrigðismálum árið 2017.Heilsugæslan tekur við Á þeim fimmtán árum sem Hugarafl hefur verið starfrækt hefur náðst frábær árangur og fjöldi manns leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið að GET sem vann í nánu samstarfi við Hugarafl hefur verið lagt niður en það gerðist 1. september sl. Fjárveitingin fyrir teymið hefur verið færð til heilsugæslustöðvanna. Starf Hugarafls hefur verið í uppnámi vegna þessa en stjórn Hugarafls hefur ekki hug á að gefast upp þrátt fyrir að starf samtakanna sér í hættu og óvissa ríki enn með framtíðina. Með því að loka GET er verið að hefta aðgengi fólks með geðröskun að hjálpinni sem það svo sárlega þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir gátu komið og sótt nauðsynlega þjónustu. Með þessum aðgerðum er búið að draga úr valfrelsi fólks í þessum málaflokki. Þess í stað var tekin ákvörðun um að auka enn frekar álag á heilsugæsluna sem mun gera fólki erfiðara fyrir að nálgast aðstoð hratt og örugglega þegar erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET starfaði fagfólk með mikla þekkingu sem vildi koma henni í farveg sem virkaði, farveg sem gagnaðist og var aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið lokað þeim farvegi og beinir öllu í hítina sem er heilsugæslan. Er þetta skýrt dæmi um hvernig nýsköpun og einkaframtak er ekki velkomið í heilbrigðiskerfinu.Þorum að fara nýjar leiðir Eftir stendur að við verðum að gæta að því að þeir einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda geti nálgast hana hratt og örugglega. Við stöndum frammi fyrir fíknifaraldri og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið hærri, ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hafa val um fjölbreytt úrræði þá er það núna. Úrræðin spila oft saman eins og í tilfelli Hugarafls og GET og því verður að passa að keðjan slitni ekki eins og í þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum við úrræði sem þessi eru einstaklingar sem kjósa að leita sér hjálpar og koma sér aftur út í samfélagið. Það verður að bregðast við með varanlegum lausnum, líkt og að tryggja starfsemi GET og Hugarafls fjárhagslegt öryggi til frambúðar. Við þurfum ekki að vera hrædd við að styðja við bakið á nýsköpun í geðheilbrigðismálum. Þeir sem sýna árangur eiga ekki að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni. Þeir einstaklingar sem taka þennan slag með nýjum leiðum og úrræðum eru ekki bara að spara á endanum tugi milljóna, heldur eru þeir að bjarga mannslífum og það verður seint metið til fjár. Höfum dug og þor til að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim sem vilja byggja upp nýjar lausnir. Tryggjum að starfsemi GET og Hugarafls geti haldið áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim vettvangi til að kalla fram örari þróun bæði í tækni, viðskiptum og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt styrki til ákveðinna verkefna bæði hjá hinu opinbera og fjárfestum. Við Íslendingar erum óspör á hvatninguna og hrósið í garð þeirra sem reyna að finna nýjar leiðir til að gera líf okkar allra betra. En þegar kemur að nýsköpun í heilbrigðismálum þá breytist allt. Þar er lítill vilji til þess að sjá einstaklinga finna nýjar leiðir til að gera hlutina, skara fram úr og berjast fyrir hönd þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Enn fremur virðist sem hið opinbera leggi heldur steina í götu þeirra sem berjast af hugsjón í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að skera niður fjárveitingar til þeirra. Þannig er málum háttað varðandi GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls, samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu sem nú hafa misst fjárveitingu sína frá ríkinu. Auður Axelsdóttir stofnaði Hugarafl árið 2003, ásamt fjórum öðrum sem höfðu reynslu af geðröskunum. Hugarafl hefur unnið þrekvirki á síðustu fimmtán árum og lagt áherslu á forvarnir, uppbyggingu í bataferli og endurhæfingu. Starfið hefur breytt og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi þann tíma sem það hefur starfað. Notkun hugtaka líkt og bati og valdefling eru nú almennt notuð innan geðheilbrigðiskerfisins en þau þekktust vart þegar starf Hugarafls hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni fyrir frumkvæði í geðheilbrigðismálum árið 2017.Heilsugæslan tekur við Á þeim fimmtán árum sem Hugarafl hefur verið starfrækt hefur náðst frábær árangur og fjöldi manns leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið að GET sem vann í nánu samstarfi við Hugarafl hefur verið lagt niður en það gerðist 1. september sl. Fjárveitingin fyrir teymið hefur verið færð til heilsugæslustöðvanna. Starf Hugarafls hefur verið í uppnámi vegna þessa en stjórn Hugarafls hefur ekki hug á að gefast upp þrátt fyrir að starf samtakanna sér í hættu og óvissa ríki enn með framtíðina. Með því að loka GET er verið að hefta aðgengi fólks með geðröskun að hjálpinni sem það svo sárlega þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir gátu komið og sótt nauðsynlega þjónustu. Með þessum aðgerðum er búið að draga úr valfrelsi fólks í þessum málaflokki. Þess í stað var tekin ákvörðun um að auka enn frekar álag á heilsugæsluna sem mun gera fólki erfiðara fyrir að nálgast aðstoð hratt og örugglega þegar erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET starfaði fagfólk með mikla þekkingu sem vildi koma henni í farveg sem virkaði, farveg sem gagnaðist og var aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið lokað þeim farvegi og beinir öllu í hítina sem er heilsugæslan. Er þetta skýrt dæmi um hvernig nýsköpun og einkaframtak er ekki velkomið í heilbrigðiskerfinu.Þorum að fara nýjar leiðir Eftir stendur að við verðum að gæta að því að þeir einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda geti nálgast hana hratt og örugglega. Við stöndum frammi fyrir fíknifaraldri og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið hærri, ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hafa val um fjölbreytt úrræði þá er það núna. Úrræðin spila oft saman eins og í tilfelli Hugarafls og GET og því verður að passa að keðjan slitni ekki eins og í þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum við úrræði sem þessi eru einstaklingar sem kjósa að leita sér hjálpar og koma sér aftur út í samfélagið. Það verður að bregðast við með varanlegum lausnum, líkt og að tryggja starfsemi GET og Hugarafls fjárhagslegt öryggi til frambúðar. Við þurfum ekki að vera hrædd við að styðja við bakið á nýsköpun í geðheilbrigðismálum. Þeir sem sýna árangur eiga ekki að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni. Þeir einstaklingar sem taka þennan slag með nýjum leiðum og úrræðum eru ekki bara að spara á endanum tugi milljóna, heldur eru þeir að bjarga mannslífum og það verður seint metið til fjár. Höfum dug og þor til að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim sem vilja byggja upp nýjar lausnir. Tryggjum að starfsemi GET og Hugarafls geti haldið áfram.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar