Á þjóðin að hafa eitthvað um það að segja þegar náttúruperlur eru seldar erlendum fjárfestum? Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafnan rækta landið eða ekki. Alla jafna hefur fólk þó getað ferðast um án trafala eða hindrana, og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. Reglulega birtast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja festa kaup á jörðum hér á landi á misjöfnum forsendum: sumir fullyrða að ást þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn að baki kaupunum, aðrir hafa haft uppi áform um uppbyggingu. Það er vissulega ekki hægt að fullyrða um ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur fólks er öðrum leyndur, en óttinn við náttúruspjöll er réttmætur. Landið er gersemi sem standa þarf vörð um og vernda. Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér takmörkunum á jarðarkaupum erlendra aðila enda er umræðan um eignarrétt einstaklingsins og getu yfirvalda til að skipta sér af honum ekki ný af nálinni. Líkt og önnur mikilvæg málefni samfélagsins, sem snerta á réttindum og skyldum almennings, er umræðunni aldrei lokið. Réttindi og skyldur þjóðar ná einnig til náttúrunnar og má þar nefna umræðuna um ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er tilefni til að hugsa um hvar mörkin á milli heilags eignarréttar annars vegar og ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar liggja. Hver er réttur náttúrunnar gegn spjöllum og ósjálfbærum framkvæmdum? Stóra spurningin er, hver ber ábyrgð á að vernda náttúruna sem og hagsmuni almennings? Í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem ekki einungis taka til verndar náttúrunnar, heldur einnig réttar þjóðarinnar til upplýsinga um ástand og framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr. stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir: „…?Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.: „Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“ Að gera ákvarðanaferli yfirvalda aðgengilegt almenningi eflir lýðræði í heild sinni og eru þessi ákvæði einungis tvö af fjöldamörgum dæmum sem unnt væri að taka um hvernig valdefla á almenning með stjórnarskrá þeirri sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Ótti nærist á óvissu, og óvissa almennings liggur í valdleysi hans í ákvörðunartökum um framtíð landsins. Ef niðurstaða þjóðarinnar yrði virt, væri að einhverju leyti hægt að sefa ótta almennings um náttúru landsins og einmitt í því felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands frá stjórnlagaráði verndar ákvörðunarrétt þjóðarinnar, hún verndar náttúru Íslands, og hún verndar sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafnan rækta landið eða ekki. Alla jafna hefur fólk þó getað ferðast um án trafala eða hindrana, og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. Reglulega birtast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja festa kaup á jörðum hér á landi á misjöfnum forsendum: sumir fullyrða að ást þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn að baki kaupunum, aðrir hafa haft uppi áform um uppbyggingu. Það er vissulega ekki hægt að fullyrða um ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur fólks er öðrum leyndur, en óttinn við náttúruspjöll er réttmætur. Landið er gersemi sem standa þarf vörð um og vernda. Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér takmörkunum á jarðarkaupum erlendra aðila enda er umræðan um eignarrétt einstaklingsins og getu yfirvalda til að skipta sér af honum ekki ný af nálinni. Líkt og önnur mikilvæg málefni samfélagsins, sem snerta á réttindum og skyldum almennings, er umræðunni aldrei lokið. Réttindi og skyldur þjóðar ná einnig til náttúrunnar og má þar nefna umræðuna um ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er tilefni til að hugsa um hvar mörkin á milli heilags eignarréttar annars vegar og ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar liggja. Hver er réttur náttúrunnar gegn spjöllum og ósjálfbærum framkvæmdum? Stóra spurningin er, hver ber ábyrgð á að vernda náttúruna sem og hagsmuni almennings? Í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem ekki einungis taka til verndar náttúrunnar, heldur einnig réttar þjóðarinnar til upplýsinga um ástand og framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr. stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir: „…?Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.: „Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“ Að gera ákvarðanaferli yfirvalda aðgengilegt almenningi eflir lýðræði í heild sinni og eru þessi ákvæði einungis tvö af fjöldamörgum dæmum sem unnt væri að taka um hvernig valdefla á almenning með stjórnarskrá þeirri sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Ótti nærist á óvissu, og óvissa almennings liggur í valdleysi hans í ákvörðunartökum um framtíð landsins. Ef niðurstaða þjóðarinnar yrði virt, væri að einhverju leyti hægt að sefa ótta almennings um náttúru landsins og einmitt í því felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands frá stjórnlagaráði verndar ákvörðunarrétt þjóðarinnar, hún verndar náttúru Íslands, og hún verndar sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun