Umfjöllun: Njarðvík - Stjarnan 99-95 | Tvíframlengdur spennutryllir í Ljónagryfjunni Anton Ingi Leifsson skrifar 23. nóvember 2018 22:15 Ægir Þór og félagar í Stjörnunni hafa ekki staðið undir væntingum það sem af er. vísir/daníel Njarðvík vann frábæran sigur á Stjörnunni í tvíframlengdum spennutrylli í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld, 99-95. Leikurinn var magnaður frá upphafi til enda. Þrátt fyrir að lítið hafi verið skorað voru nokkur lagleg tilþrif á beggja góða og tvær framlengingar. Hvað er hægt að biðja um meira?Afhverju vann Njarðvík? Njarðvík var í rauninni með ágætis tök á leiknum í fyrri hálfleik en meira skoppaði leikurinn á milli liðanna í síðari hálfleik. Heimamenn voru svo í tví- ef ekki þrígang búnir að grafa sína gröf en náðu að komast upp úr henni. Þeir eru með nokkra sigurvegara og heimamenn í liðinu sem kveiktu í húsinu á mikilvægum tímapunktum eins og Logi Gunnarsson, Elvar Már Friðriksson og týndi sonurinn Jeb Ivey. Lítið munaði á liðunum en Njarðvík tók stigin tvö.Hverjir stóðu upp úr? Jeb Ivey var frábær í liði Njarðvíkur. Hann skoraði 25 stig, þar af fimm þrista, en margir af þeim komu á afar mikilvægum tímapunktum í leiknum. Elvar Már Friðriksson skilaði einnig glæsilegu framlagi; 21 stig og sex fráköst. Einnig átta fiskaðar villur. Finninn fljúgandi í liði Stjörnunar, Antti Kanervo, var frábær og það skipti engu máli þótt að hann hafi verið draghaltur í lokin þá henti hann niður þristunum. 26 stig frá honum. Hlynur skilaði sextán stigum, fimmtán fráköstum og sjö stoðsendingum.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk einfaldlega illa að klára leikinn. Bæði lið fengu tækifæri, bæði í venjulegum leiktíma og fyrri framlengingunni til þess að gera út um leikinn en tókst ekki. Stjörnunni gengur líka bara illa að vinna leiki þessa stundina. Stjörnuprýtt lið Garðabæjarfélagsins og er búið að tapa þremur leikjum í röð. Þar af leiðandi fjórum af fyrstu átta leikjunum. Smá vandræði þar á bæ.Hvað gerist næst? Landsleikjahlé. Nú fá flestir í þessum liðum að hlaða batteríin aðeins þó að það sé líklegt að Arnar og Einar láti menn aðeins hlaupa í fríinu. Nokkrir leikmenn fara svo í landsliðsverkefni. Dominos-deild karla
Njarðvík vann frábæran sigur á Stjörnunni í tvíframlengdum spennutrylli í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld, 99-95. Leikurinn var magnaður frá upphafi til enda. Þrátt fyrir að lítið hafi verið skorað voru nokkur lagleg tilþrif á beggja góða og tvær framlengingar. Hvað er hægt að biðja um meira?Afhverju vann Njarðvík? Njarðvík var í rauninni með ágætis tök á leiknum í fyrri hálfleik en meira skoppaði leikurinn á milli liðanna í síðari hálfleik. Heimamenn voru svo í tví- ef ekki þrígang búnir að grafa sína gröf en náðu að komast upp úr henni. Þeir eru með nokkra sigurvegara og heimamenn í liðinu sem kveiktu í húsinu á mikilvægum tímapunktum eins og Logi Gunnarsson, Elvar Már Friðriksson og týndi sonurinn Jeb Ivey. Lítið munaði á liðunum en Njarðvík tók stigin tvö.Hverjir stóðu upp úr? Jeb Ivey var frábær í liði Njarðvíkur. Hann skoraði 25 stig, þar af fimm þrista, en margir af þeim komu á afar mikilvægum tímapunktum í leiknum. Elvar Már Friðriksson skilaði einnig glæsilegu framlagi; 21 stig og sex fráköst. Einnig átta fiskaðar villur. Finninn fljúgandi í liði Stjörnunar, Antti Kanervo, var frábær og það skipti engu máli þótt að hann hafi verið draghaltur í lokin þá henti hann niður þristunum. 26 stig frá honum. Hlynur skilaði sextán stigum, fimmtán fráköstum og sjö stoðsendingum.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk einfaldlega illa að klára leikinn. Bæði lið fengu tækifæri, bæði í venjulegum leiktíma og fyrri framlengingunni til þess að gera út um leikinn en tókst ekki. Stjörnunni gengur líka bara illa að vinna leiki þessa stundina. Stjörnuprýtt lið Garðabæjarfélagsins og er búið að tapa þremur leikjum í röð. Þar af leiðandi fjórum af fyrstu átta leikjunum. Smá vandræði þar á bæ.Hvað gerist næst? Landsleikjahlé. Nú fá flestir í þessum liðum að hlaða batteríin aðeins þó að það sé líklegt að Arnar og Einar láti menn aðeins hlaupa í fríinu. Nokkrir leikmenn fara svo í landsliðsverkefni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti