Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Skallagrímur 87-74 | Mikilvægur sigur Þórsara Axel Örn Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2018 22:15 Halldór Garðar var frábær í kvöld. vísir/daníel Fyrsti leikhluti fór hressilega af stað í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Bæði lið voru að skora og var hraðinn mikill í leiknum. Það var aldrei mikill munur á liðunum og skiptust þau á körfum. Staðan í lok leikhlutans 22-24 Skallagrím í vil. Sama var uppá teningnum í öðrum leikhluta. Bæði lið voru að sækja hratt og leituðust þau bæði eftir að keyra tempóið upp en varnir beggja liða virtust öflugri. Liðin voru að gefa færri auðveld stig og voru menn neyddir í erfiðari skot! Staðan í hálfleik var 45-45 eftir að Nick Tomsick skoraði flautukörfu þrist til að jafna leikinn. Þórsarar mættu gríðarlega öflugir út í seinni hálfleikinn og náðu að mynda sér ágætis forskot í leiknum. Borgnesingar fóru þá að saxa niður forystu Þórs en það gekk hálf illa hjá þeim þar sem skotmennirnir þeirra voru ískaldir í leikhlutanum. Það hjálpaði ekki gestunum þegar að Bjarni Guðmann fékk sína 5.villu um miðjan þriðja leikhluta. Þórsliðið tók gott áhlaup undir lok leikhlutans og náði að búa sér til myndarlega 14 stiga forystu. Jaka Brodnik nýr leikmaður Þórs henti niður einum buzzer þrist undir lok leikhlutans. Staðan eftir 3.leikhluta 72-58 Þórsurum í vil. Það breytist lítið á milli þessara leikhluta en í fjórða skiptust liðin meira á að skora. Skallarnir virtust oft ætla að taka áhlaup en Þórsarar voru fljótur að kæfa þau niður með stórum skotum. Þórsarar enduðu á að sigla heim sterkum heimasigri 87-74.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru að spila feiknargóðan sóknarbolta og átti Halldór Garðar hreint stórkostlegan leik hérna í kvöld. Á báðum endum vallarins var hann að gera vel og toppar frammistöðu sína með 27 stigum og 6 stoðsendingum. Jaka Brodnik spilaði líka vel í sínum öðrum leik fyrir félagið og gæti þetta verið týnda púslið í Þórsliðinu.Hverjir stóðu uppúr? Halldór Garðar Hermannsson var í öðrum klassa í kvöld. Nikolas Tomsick og Jaka Brodnik áttu líka frábæran leik. Það stóð enginn uppúr í Skallagrímsliðinu í kvöld því miður. En ég ætla að gefa Bergþóri Ægi hrós fyrir sína frammistöðu. Spilaði 8 mínútur og skilaði 7 stigum og var að sinna sínu starfi vel hérna í kvöld.Hvað gekk illa? Sóknar og varnarleikur Skallagríms. 3ja stiga nýting Skallagríms var í hafinu. Byrjaði ágætlega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik voru menn ískaldir og gátu varla hitt þrist til að bjarga lífi sínu. Átakanlegt.Hvað gerist næst? Þórsarar fara og spila við sterkt lið Keflavíkur í Keflavík á meðan að Skallagrímur mæta Völsurum í Borgarnesi.Baldur Þór: Ég er bara gríðarlega ánægður „Ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur. Þetta er leikur sem við urðum að vinna og við gerðum það“ sagði sáttur Baldur Þór þjálfari Þórsara eftir flottan sigur í kvöld. Þórsarar voru nú að vinna annan leikinn sinn í röð og virðast vera komnir á smá flug. Baldur hrósaði vörninni vel hjá sínum mönnum í dag. „Vörnin var flott, við vorum að spila flotta transition vörn og stóðum okkur bara vel í dag.“ Næsti leikur Þórsara er gegn Keflavík úti og var Baldur spurður út í það verkefni. „Það verður bara krefjandi og spennandi leikur en ég er ekki kominn svo langt. Nú er ég að fara í landsliðsverkefni, en jú við þurfum að mæta gíraðir og leggja okkur alla fram í næsta leik.“Finnur: Ég er hundfúll „Ég er bara hundfúll með þessa frammistöðu, vorum mjög slakir bæði varnar og sóknarlega hérna í kvöld.“ Sagði svekktur Finnur eftir tap hjá sínum mönnum í kvöld. Skallagrímsmenn tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld að nafni Domagoj Samac og var Finnur spurður út í hann. „Hann er bara ryðgaður, en hann á eftir að komast inní þetta og verða betri. Menn eru bara ennþá að komast að því hver sín hlutverk eru og um leið og það kemur þá smellur þetta.“ Borgnesingar eiga næsta leik heima á móti Völsurum en Valur hefur verið á svipuðu róli og Skallagrímur í deildinni. „Við förum í alla leiki til að vinna þá og þurfum að leggja okkur alla fram. Við þurfum að vinna þennan leik það er bara klárt.“Halldór Garðar: Frábært að fá stuðning bæjarins “Við spiluðum bara vel hérna í kvöld. Vorum að setja niður skotin okkar og spila flotta vörn.“ Sagði Halldór Garðar leikmaður Þórs eftir sterkan sigur. Halldór skilaði 27 stigum fyrir Þórsara í kvöld en Baldur náði að dreifa álagi vel í dag. „Róteringin var flott í dag og það voru allir að skila sínu starfi vel. Það er svo mikilvægt að við smellum sem lið og séum allar að skila framlagi til liðsins, það gerir okkur öllum verkið léttara.“ Það var frábær mæting í Icelandic Glacial höllina í kvöld og mátti heyra smá í hinum fræga Græna Dreka. “Þetta er búið að vera svona í allan vetur, flott mæting og frábær stuðningur og við liðið þurfum á þessu að halda. Ég vil hvetja alla Þorlákshafnarbúa til að mæta á leiki hjá okkur og styðja okkur áfram.“ Aundre: Við vorum ekki að setja skotin niður „Við vorum ekki að setja skotin okkar niður og erum að fá á okkur of mikið af stigum.“ Sagði Aundre Jackson leikmaður Skallagríms eftir tap í kvöld. Skallagrímur spilaði eins og fyrr var nefnt nýjum leikmanni í dag og leist Aundre ágætlega á hann. „Hann er akkúrat eitthvað sem við þurfum á að halda. Hann er með hæð inní teignum sem við þurfum, svo getur hann alveg skotið líka. Hann þarf bara aðeins meiri tíma til að aðlagast og þá verður hann flottur.“ Dominos-deild karla
Fyrsti leikhluti fór hressilega af stað í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Bæði lið voru að skora og var hraðinn mikill í leiknum. Það var aldrei mikill munur á liðunum og skiptust þau á körfum. Staðan í lok leikhlutans 22-24 Skallagrím í vil. Sama var uppá teningnum í öðrum leikhluta. Bæði lið voru að sækja hratt og leituðust þau bæði eftir að keyra tempóið upp en varnir beggja liða virtust öflugri. Liðin voru að gefa færri auðveld stig og voru menn neyddir í erfiðari skot! Staðan í hálfleik var 45-45 eftir að Nick Tomsick skoraði flautukörfu þrist til að jafna leikinn. Þórsarar mættu gríðarlega öflugir út í seinni hálfleikinn og náðu að mynda sér ágætis forskot í leiknum. Borgnesingar fóru þá að saxa niður forystu Þórs en það gekk hálf illa hjá þeim þar sem skotmennirnir þeirra voru ískaldir í leikhlutanum. Það hjálpaði ekki gestunum þegar að Bjarni Guðmann fékk sína 5.villu um miðjan þriðja leikhluta. Þórsliðið tók gott áhlaup undir lok leikhlutans og náði að búa sér til myndarlega 14 stiga forystu. Jaka Brodnik nýr leikmaður Þórs henti niður einum buzzer þrist undir lok leikhlutans. Staðan eftir 3.leikhluta 72-58 Þórsurum í vil. Það breytist lítið á milli þessara leikhluta en í fjórða skiptust liðin meira á að skora. Skallarnir virtust oft ætla að taka áhlaup en Þórsarar voru fljótur að kæfa þau niður með stórum skotum. Þórsarar enduðu á að sigla heim sterkum heimasigri 87-74.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru að spila feiknargóðan sóknarbolta og átti Halldór Garðar hreint stórkostlegan leik hérna í kvöld. Á báðum endum vallarins var hann að gera vel og toppar frammistöðu sína með 27 stigum og 6 stoðsendingum. Jaka Brodnik spilaði líka vel í sínum öðrum leik fyrir félagið og gæti þetta verið týnda púslið í Þórsliðinu.Hverjir stóðu uppúr? Halldór Garðar Hermannsson var í öðrum klassa í kvöld. Nikolas Tomsick og Jaka Brodnik áttu líka frábæran leik. Það stóð enginn uppúr í Skallagrímsliðinu í kvöld því miður. En ég ætla að gefa Bergþóri Ægi hrós fyrir sína frammistöðu. Spilaði 8 mínútur og skilaði 7 stigum og var að sinna sínu starfi vel hérna í kvöld.Hvað gekk illa? Sóknar og varnarleikur Skallagríms. 3ja stiga nýting Skallagríms var í hafinu. Byrjaði ágætlega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik voru menn ískaldir og gátu varla hitt þrist til að bjarga lífi sínu. Átakanlegt.Hvað gerist næst? Þórsarar fara og spila við sterkt lið Keflavíkur í Keflavík á meðan að Skallagrímur mæta Völsurum í Borgarnesi.Baldur Þór: Ég er bara gríðarlega ánægður „Ég er gríðarlega ánægður með þennan sigur. Þetta er leikur sem við urðum að vinna og við gerðum það“ sagði sáttur Baldur Þór þjálfari Þórsara eftir flottan sigur í kvöld. Þórsarar voru nú að vinna annan leikinn sinn í röð og virðast vera komnir á smá flug. Baldur hrósaði vörninni vel hjá sínum mönnum í dag. „Vörnin var flott, við vorum að spila flotta transition vörn og stóðum okkur bara vel í dag.“ Næsti leikur Þórsara er gegn Keflavík úti og var Baldur spurður út í það verkefni. „Það verður bara krefjandi og spennandi leikur en ég er ekki kominn svo langt. Nú er ég að fara í landsliðsverkefni, en jú við þurfum að mæta gíraðir og leggja okkur alla fram í næsta leik.“Finnur: Ég er hundfúll „Ég er bara hundfúll með þessa frammistöðu, vorum mjög slakir bæði varnar og sóknarlega hérna í kvöld.“ Sagði svekktur Finnur eftir tap hjá sínum mönnum í kvöld. Skallagrímsmenn tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld að nafni Domagoj Samac og var Finnur spurður út í hann. „Hann er bara ryðgaður, en hann á eftir að komast inní þetta og verða betri. Menn eru bara ennþá að komast að því hver sín hlutverk eru og um leið og það kemur þá smellur þetta.“ Borgnesingar eiga næsta leik heima á móti Völsurum en Valur hefur verið á svipuðu róli og Skallagrímur í deildinni. „Við förum í alla leiki til að vinna þá og þurfum að leggja okkur alla fram. Við þurfum að vinna þennan leik það er bara klárt.“Halldór Garðar: Frábært að fá stuðning bæjarins “Við spiluðum bara vel hérna í kvöld. Vorum að setja niður skotin okkar og spila flotta vörn.“ Sagði Halldór Garðar leikmaður Þórs eftir sterkan sigur. Halldór skilaði 27 stigum fyrir Þórsara í kvöld en Baldur náði að dreifa álagi vel í dag. „Róteringin var flott í dag og það voru allir að skila sínu starfi vel. Það er svo mikilvægt að við smellum sem lið og séum allar að skila framlagi til liðsins, það gerir okkur öllum verkið léttara.“ Það var frábær mæting í Icelandic Glacial höllina í kvöld og mátti heyra smá í hinum fræga Græna Dreka. “Þetta er búið að vera svona í allan vetur, flott mæting og frábær stuðningur og við liðið þurfum á þessu að halda. Ég vil hvetja alla Þorlákshafnarbúa til að mæta á leiki hjá okkur og styðja okkur áfram.“ Aundre: Við vorum ekki að setja skotin niður „Við vorum ekki að setja skotin okkar niður og erum að fá á okkur of mikið af stigum.“ Sagði Aundre Jackson leikmaður Skallagríms eftir tap í kvöld. Skallagrímur spilaði eins og fyrr var nefnt nýjum leikmanni í dag og leist Aundre ágætlega á hann. „Hann er akkúrat eitthvað sem við þurfum á að halda. Hann er með hæð inní teignum sem við þurfum, svo getur hann alveg skotið líka. Hann þarf bara aðeins meiri tíma til að aðlagast og þá verður hann flottur.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti