Ráðherra ræddi þriðja orkupakkann í Brussel Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, á fundi hjá ESB í Brussel í Belgíu gær. Nordicphotos/Getty „Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45