Nicklas Bendtner, samherji Matthíasar Vilhjálmssonar hjá Rosenborg, mun ekki áfrýja héraðsdómi Kaupmannahafnar sem dæmdi hann í 50 daga fangelsi fyrir líkamsárás fyrr í þessum mánuði.
Danska blaðið BT greindi frá þessu í frétt sinni í gær, en Bendtner hlaut dóm sinn, fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Kaupmannahöfn í september, í þessum mánuði.
Leigubílstjórinn kjálkabrotnaði eftir árás danska framherjans sem sagðist hafa brugðist við í sjálfsvörn með þessum afleiðingum. Ekki var fallist á vörn hans fyrir héraðsdómi og Bendtner hefur ákveðið að una þeirri niðurstöðu og sitja dóminn af sér.
Bendtner á leiðinni í grjótið
Hjörvar Ólafsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn



Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn




Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn