Þungbær reynsla og rándýr! Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun