Þungbær reynsla og rándýr! Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Sjá meira
Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun