Karlsvæðisstjórar mega hafa hærri laun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 08:15 Starf svæðisstjóra er ekki það sama og starf svæðisstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kærunefnd jafnréttismála hafnaði í nýbirtum úrskurði sínum að það bryti í bága við jafnréttislög að greiða hjúkrunarfræðimenntuðum svæðisstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lægri laun en svæðisstjórum með læknisfræðimenntun. Í þokkabót úrskurðaði nefndin að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) bæri að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað þar sem kæran hefði verið „tilefnislaus“. Málið á sér nokkra forsögu. Árið 2015 var gerð skipulagsbreyting hjá heilsugæslunni þar sem störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna voru lögð niður. Þess í stað voru stofnuð störf fagstjóra hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar. Á hverja stöð var ráðinn svæðisstjóri sem annaðhvort var hjúkrunarfræðingur eða læknir. Svæðisstjóri var jafnframt fagstjóri síns sviðs. Á þeim stöðvum þar sem svæðisstjóri var fagstjóri lækninga var þessu næst ráðinn fagstjóri hjúkrunar og öfugt. Svæðisstjórarnir eru alls fimmtán. Sjö eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar en átta eru læknar að mennt, þrír karlar og fimm konur. Árið 2016 leituðu fimm hjúkrunarfræðimenntaðir svæðisstjórar til FÍH þar sem laun þeirra voru lægri en karlkyns kollega þeirra. Málið fyrir nefndinni nú snerist um það hvort það stæðist jafnréttislög. Í málsrökum heilsugæslunnar kom fram að launamuninn mætti rekja til þess að svæðisstjórar væru ýmist fagstjórar lækninga eða hjúkrunar. Þar myndaðist launamismunurinn þar sem fagstjórar lækninga fengju hærri laun en fagstjórar hjúkrunar. Þann mun mætti síðan rekja til lengri menntunar lækna, klínísk störf þeirra væru umfangsmeiri en hjúkrunarfræðinganna og þeir væru að auki ábyrgir fyrir færslu og varðveislu sjúkraskrár. FÍH taldi á móti að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið óháð því hvort svæðisstjóri væri hjúkrunarfræðingur eða læknir. Starfið væri stjórnunarstarf í eðli sínu og bæri starfslýsing svæðisstjóra þess glögg merki. Ekki væri því réttlætanlegt að greiða mishá laun fyrir sama starf eftir því hvaða menntun svæðisstjóri hefur. Að mati kærunefndarinnar færði heilsugæslan málefnaleg rök fyrir launamuninum. Hann mætti rekja til þeirra starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar sinna og kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þá benti nefndin á að kvenkyns svæðisstjórarnir, sem jafnframt voru læknar, væru á hærri launum en karlkyns kollegar þeirra. Í ljósi þess að FÍH skautaði alfarið framhjá því í málatilbúnaði sínum, þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um laun hlutaðeigandi í sínum fórum, varð til þess að nefndin taldi málið tilefnislaust með öllu og felldi málskostnað á félagið. „Það sem kærunefndin horfir til er að þar sem það eru svæðisstjórar sem eru samtímis konur og læknar þá sé þetta ekki launamunur á grundvelli kynferðis. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs FÍH. Aðspurður segir Gunnar að launamunurinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Það að fara með málið fyrir kærunefndina hafi verið þrautaleið. Áður hafi félagið reynt að ræða við heilsugæsluna en ekki verið virt svars. „Staðan sem var auglýst var stjórnandastaða en nefndin og heilsugæslan virðast telja það svo að þú sért fyrst læknir eða hjúkrunarfræðingur og síðan stjórnandi. Mér finnst það eiginlega ekki ganga upp. Starfið var auglýst sem stjórnunarstarf og af félagsmönnum okkar má ráða að það sé stærsti hluti starfsins,“ segir Gunnar. „Við vísum því á bug að kæran hafi verið tilefnislaus og munum kæra þann hluta málsins til héraðsdóms. Hvað úrskurðinn í heild varðar þá erum við að skoða réttarstöðu okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hafnaði í nýbirtum úrskurði sínum að það bryti í bága við jafnréttislög að greiða hjúkrunarfræðimenntuðum svæðisstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lægri laun en svæðisstjórum með læknisfræðimenntun. Í þokkabót úrskurðaði nefndin að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) bæri að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað þar sem kæran hefði verið „tilefnislaus“. Málið á sér nokkra forsögu. Árið 2015 var gerð skipulagsbreyting hjá heilsugæslunni þar sem störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna voru lögð niður. Þess í stað voru stofnuð störf fagstjóra hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar. Á hverja stöð var ráðinn svæðisstjóri sem annaðhvort var hjúkrunarfræðingur eða læknir. Svæðisstjóri var jafnframt fagstjóri síns sviðs. Á þeim stöðvum þar sem svæðisstjóri var fagstjóri lækninga var þessu næst ráðinn fagstjóri hjúkrunar og öfugt. Svæðisstjórarnir eru alls fimmtán. Sjö eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar en átta eru læknar að mennt, þrír karlar og fimm konur. Árið 2016 leituðu fimm hjúkrunarfræðimenntaðir svæðisstjórar til FÍH þar sem laun þeirra voru lægri en karlkyns kollega þeirra. Málið fyrir nefndinni nú snerist um það hvort það stæðist jafnréttislög. Í málsrökum heilsugæslunnar kom fram að launamuninn mætti rekja til þess að svæðisstjórar væru ýmist fagstjórar lækninga eða hjúkrunar. Þar myndaðist launamismunurinn þar sem fagstjórar lækninga fengju hærri laun en fagstjórar hjúkrunar. Þann mun mætti síðan rekja til lengri menntunar lækna, klínísk störf þeirra væru umfangsmeiri en hjúkrunarfræðinganna og þeir væru að auki ábyrgir fyrir færslu og varðveislu sjúkraskrár. FÍH taldi á móti að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið óháð því hvort svæðisstjóri væri hjúkrunarfræðingur eða læknir. Starfið væri stjórnunarstarf í eðli sínu og bæri starfslýsing svæðisstjóra þess glögg merki. Ekki væri því réttlætanlegt að greiða mishá laun fyrir sama starf eftir því hvaða menntun svæðisstjóri hefur. Að mati kærunefndarinnar færði heilsugæslan málefnaleg rök fyrir launamuninum. Hann mætti rekja til þeirra starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar sinna og kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þá benti nefndin á að kvenkyns svæðisstjórarnir, sem jafnframt voru læknar, væru á hærri launum en karlkyns kollegar þeirra. Í ljósi þess að FÍH skautaði alfarið framhjá því í málatilbúnaði sínum, þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um laun hlutaðeigandi í sínum fórum, varð til þess að nefndin taldi málið tilefnislaust með öllu og felldi málskostnað á félagið. „Það sem kærunefndin horfir til er að þar sem það eru svæðisstjórar sem eru samtímis konur og læknar þá sé þetta ekki launamunur á grundvelli kynferðis. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs FÍH. Aðspurður segir Gunnar að launamunurinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Það að fara með málið fyrir kærunefndina hafi verið þrautaleið. Áður hafi félagið reynt að ræða við heilsugæsluna en ekki verið virt svars. „Staðan sem var auglýst var stjórnandastaða en nefndin og heilsugæslan virðast telja það svo að þú sért fyrst læknir eða hjúkrunarfræðingur og síðan stjórnandi. Mér finnst það eiginlega ekki ganga upp. Starfið var auglýst sem stjórnunarstarf og af félagsmönnum okkar má ráða að það sé stærsti hluti starfsins,“ segir Gunnar. „Við vísum því á bug að kæran hafi verið tilefnislaus og munum kæra þann hluta málsins til héraðsdóms. Hvað úrskurðinn í heild varðar þá erum við að skoða réttarstöðu okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira