Pólskættaðir sækja þjónustu heim til að forðast bið á Íslandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 09:00 Mun styttri bið er eftir læknisþjónustu í Póllandi en hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira