Spáir áframhaldandi truflunum á áætlunarflugi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Lággjaldaflugfélagið easyJet er eitt það umsvifamesta í Evrópu. Vísir/getty Forstjóri lággjaldaflugfélagsins easyJet spáir því að truflanir á áætlunarflugi verði jafn slæmar á næsta ári og þær hafa verið í ár en félagið hefur þurft að aflýsa 6.800 flugferðum. „Við gerum ekki ráð fyrir að ástandið batni,“ sagði Johan Lundgren forstjóri í kynningu á uppgjöri félagsins, að því er Financial Times greinir frá. Hann sagði að flugfélagið hefði liðið fyrir þætti sem það hefði ekki stjórn á eins og verkföll og „óhagkvæma nýtingu á lofthelgi“. „Ég hitti samgönguráðherra Evrópu sem ætlar að setja betrumbætur í forgang en við treystum ekki á það,“ sagði Lundgren. Samkvæmt uppgjöri easyJet fyrir rekstrarárið sem er að baki og nær frá október til september nam hagnaður fyrir skatta 578 milljónum punda, jafnvirði 92 milljarða íslenskra króna og jókst hann um 42 prósent á milli ára. Tekjur flugfélagsins jukust um 17 prósent. Uppgjörið var í takt við spár félagsins en seinnipartinn í gær höfðu hlutabréf í félaginu lækkað um 5,9 prósent. Afkomuspáin fyrir fyrri helming næsta árs er óbreytt sem og spá félagsins um að tekjur á hvert farþegasæti lækki um eitt til fimm prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjóri lággjaldaflugfélagsins easyJet spáir því að truflanir á áætlunarflugi verði jafn slæmar á næsta ári og þær hafa verið í ár en félagið hefur þurft að aflýsa 6.800 flugferðum. „Við gerum ekki ráð fyrir að ástandið batni,“ sagði Johan Lundgren forstjóri í kynningu á uppgjöri félagsins, að því er Financial Times greinir frá. Hann sagði að flugfélagið hefði liðið fyrir þætti sem það hefði ekki stjórn á eins og verkföll og „óhagkvæma nýtingu á lofthelgi“. „Ég hitti samgönguráðherra Evrópu sem ætlar að setja betrumbætur í forgang en við treystum ekki á það,“ sagði Lundgren. Samkvæmt uppgjöri easyJet fyrir rekstrarárið sem er að baki og nær frá október til september nam hagnaður fyrir skatta 578 milljónum punda, jafnvirði 92 milljarða íslenskra króna og jókst hann um 42 prósent á milli ára. Tekjur flugfélagsins jukust um 17 prósent. Uppgjörið var í takt við spár félagsins en seinnipartinn í gær höfðu hlutabréf í félaginu lækkað um 5,9 prósent. Afkomuspáin fyrir fyrri helming næsta árs er óbreytt sem og spá félagsins um að tekjur á hvert farþegasæti lækki um eitt til fimm prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira