Leiðin til nýrra lesenda Hrefna Haraldsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun