Tæplega tvö þúsund manns boða komu sína á mótmæli vegna Klaustursmálsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 16:31 Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þann 1. desember, þegar Ísland fagnar 100 ára afmæli fullveldisins. Er boðað til mótmælanna „í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna. Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tæplega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þeirra en í tilkynningunni segir jafnframt: „Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum.“ Á meðal ræðumanna verða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þann 1. desember, þegar Ísland fagnar 100 ára afmæli fullveldisins. Er boðað til mótmælanna „í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna. Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tæplega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þeirra en í tilkynningunni segir jafnframt: „Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum.“ Á meðal ræðumanna verða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32