Vigdís ætlar ekki að segja samflokksmönnum sínum fyrir verkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 15:16 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins tjáði sig í fyrsta sinn um ummæli samflokksmanna sinna úr Klaustursupptökunum í dag. Vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík segist sammála yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum flokksins í Suðurkjördæmi sem send var út í dag vegna Klaustursupptökunnar. Vigdís hyggst þó ekki segja þingmönnum eða þingflokk fyrir verkum varðandi það hvernig bregðast eigi við upptökunum. Bæjarfulltrúarnir þrír, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Tómas Ellert Tómasson, sögðust í yfirlýsingu sinni vona að þingflokkur Miðflokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara og samstarfsfólk sitt á Klaustur fyrr í mánuðinum. Vigdís tjáði sig um Klaustursupptökurnar í fyrsta sinn á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag og sagði orðræðuna sem Miðflokksmennirnir viðhöfðu óverjandi. „Ég er sammála þessari yfirlýsingu bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi og hef við þetta að bæta að þetta er óverjandi orðræða á köflum sem ég gagnrýni harðlega,“ segir í færslunni. „Þingmenn og þingflokkur verða að bregðast við - en ég ætla ekki að segja þeim fyrir verkum - frekar en að þeir geti sagt mér fyrir verkum.“ Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, sagði í samtali við Vísi í dag að hún vissi ekki betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda áður en dagur er úti. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar eða hvenær fundurinn verður haldinn. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason en þeir eru á meðal fjögurra þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustur. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík segist sammála yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum flokksins í Suðurkjördæmi sem send var út í dag vegna Klaustursupptökunnar. Vigdís hyggst þó ekki segja þingmönnum eða þingflokk fyrir verkum varðandi það hvernig bregðast eigi við upptökunum. Bæjarfulltrúarnir þrír, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Tómas Ellert Tómasson, sögðust í yfirlýsingu sinni vona að þingflokkur Miðflokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara og samstarfsfólk sitt á Klaustur fyrr í mánuðinum. Vigdís tjáði sig um Klaustursupptökurnar í fyrsta sinn á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag og sagði orðræðuna sem Miðflokksmennirnir viðhöfðu óverjandi. „Ég er sammála þessari yfirlýsingu bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi og hef við þetta að bæta að þetta er óverjandi orðræða á köflum sem ég gagnrýni harðlega,“ segir í færslunni. „Þingmenn og þingflokkur verða að bregðast við - en ég ætla ekki að segja þeim fyrir verkum - frekar en að þeir geti sagt mér fyrir verkum.“ Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, sagði í samtali við Vísi í dag að hún vissi ekki betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda áður en dagur er úti. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar eða hvenær fundurinn verður haldinn. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason en þeir eru á meðal fjögurra þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustur.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira