Barcelona fór á toppinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. desember 2018 19:15 Vísir/Getty Barcelona tók toppsæti La Liga deildarinnar á Spáni með 2-0 sigri á Villarreal í kvöld. Gerard Pique kom heimamönnum yfir með skallamarki á 36. mínútu og var forystan verðskulduð. Ousmane Dembele sendi boltann fyrir markið og Pique kann að beita á sér höfðinu. Yfirburðir Barcelona voru miklir í leiknum en það var ekki fyrr en á 87. mínútu sem sigurinn var gulltryggður. Unglingurinn Carles Alena skoraði annað mark Barcelona eftir samspil við Lionel Messi. Frammistaðan var langt frá því að vera sú besta sem Barcelona hefur sýnt en hún dugði til. Barcelona er nú tveimur stigum fyrir ofan Sevilla á toppi deildarinnar en Sevilla á leik til góða á Börsunga. Spænski boltinn
Barcelona tók toppsæti La Liga deildarinnar á Spáni með 2-0 sigri á Villarreal í kvöld. Gerard Pique kom heimamönnum yfir með skallamarki á 36. mínútu og var forystan verðskulduð. Ousmane Dembele sendi boltann fyrir markið og Pique kann að beita á sér höfðinu. Yfirburðir Barcelona voru miklir í leiknum en það var ekki fyrr en á 87. mínútu sem sigurinn var gulltryggður. Unglingurinn Carles Alena skoraði annað mark Barcelona eftir samspil við Lionel Messi. Frammistaðan var langt frá því að vera sú besta sem Barcelona hefur sýnt en hún dugði til. Barcelona er nú tveimur stigum fyrir ofan Sevilla á toppi deildarinnar en Sevilla á leik til góða á Börsunga.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti