Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. nóvember 2018 06:15 WOW air flýgur með fjölda ferðamanna til landsins. "WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Fréttablaðið/Eyþór Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segist vera bjartsýnn á að önnur flugfélög myndu fylla í skörðin sem myndist ef svo illa færi að WOW air hætti rekstri. Enda sé samkeppnin í flugi til landsins virk. „Það myndi skipta miklu máli svo innlend ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki fyrir búsifjum.“ Hann sé bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að bæði ferðaþjónustan og hagkerfið í heild myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.„Til mjög skamms tíma gæti orðið talsverð fækkun á ferðamönnum en það skiptir öllu máli í þessu samhengi hvort verið sé að tala um daga eða mánuði,“ segir hann. „Ég hef ekki skoðun á hversu líklegt er að WOW air verði gjaldþrota. En ef svo færi, hefði það vissulega áhrif á efnahagslífið. WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar.“ Hann segir að hagkerfið hafi sýnt það undanfarinn áratug að það hafi mikla burði til að takast á við áföll bæði hvað varðar viðbrögð á vinnumarkaði og stjórnvöld búi að þeirri reynslu síðasta áratugar hvernig megi styrkja viðnámsþróttinn í efnahagslífinu.Margir að tala sig í annað hrun Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að margir séu að tala sig inn í annað fjármálahrun. Staðan sé víða nokkuð góð, hótel í Reykjavík séu til dæmis uppbókuð. Fari svo að WOW air verði gjaldþrota myndi það líklegast leiða til lítils háttar samdráttar sem verði eins og hver annar snjóskafl sem við höfum farið í gegnum. „Fyrirtækin sem standa illa munu eflaust ekki lifa það af en það er gangur lífsins. Lánveitendur til ferðaþjónustu gætu setið eftir með sárt ennið.“Snorri JakobssonHann segir að ef WOW air verði gjaldþrota standi Icelandair Group með pálmann í höndunum enda njóti aðalkeppinautarins ekki lengur við. Enn fremur hafi ytra umhverfið batnað með lækkandi olíuverði og lægra gengi krónu. „Oft er það vanmetið hvað sameiningar geta reynst dýrar. Auk þess er WOW air rekið með töluverðu tapi. Sameining hefði því verið erfið fyrir Icelandair Group.“Ólíklegt að ríkið eignist WOW Að sögn Jóns Bjarka eru Icelandair Group og WOW air skilgreind sem kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Honum þykir ólíklegt að ríkið muni stíga inn í hluthafahóp WOW air. „Hættan af keðjuverkun er ekki með sama hætti og þegar til dæmis kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki fara í þrot. Það er enn fremur vafasamt fordæmi fyrir ríkið þegar efnahags- og fjármálastöðugleika er ekki beinlínis ógnað með snjóboltaáhrifum og keðjuverkun,“ segir hann. Jón Bjarki segir að það yrði óheppilegt ef stjórnvöld myndu skerast í leikinn með því að veita ríkisábyrgð á lán eða með öðrum slíkum stuðningi. „Það yrði vafasamt fordæmi. Það kann almennt ekki góðri lukku að stýra ef ríkið leikur bjargvætt atvinnulífsins. Hlutverk þess væri mun frekar að liðka fyrir því að ferðaþjónustunni í heild sé gert sem léttast að bregðast við slíkum skelli og tryggja ábyrga hagstjórn, t.d. með innspýtingu í opinbera fjárfestingu ef kreppir að tímabundið.“Treystir á að ríkið bjargi krónunni Snorri óttast ekki að ríkið muni bjarga WOW air. Það væri óréttlætanlegt að bjarga einkaflugfélagi. „Ég er hræddur um að krónan gæti fallið skarpt ef WOW air verður gjaldþrota og treysti á að ríkið komi í veg fyrir að gengið veikist of mikið þannig að verðbólgan fari ekki á flug,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segist vera bjartsýnn á að önnur flugfélög myndu fylla í skörðin sem myndist ef svo illa færi að WOW air hætti rekstri. Enda sé samkeppnin í flugi til landsins virk. „Það myndi skipta miklu máli svo innlend ferðaþjónustufyrirtæki verði ekki fyrir búsifjum.“ Hann sé bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að bæði ferðaþjónustan og hagkerfið í heild myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.„Til mjög skamms tíma gæti orðið talsverð fækkun á ferðamönnum en það skiptir öllu máli í þessu samhengi hvort verið sé að tala um daga eða mánuði,“ segir hann. „Ég hef ekki skoðun á hversu líklegt er að WOW air verði gjaldþrota. En ef svo færi, hefði það vissulega áhrif á efnahagslífið. WOW air flytur um fjórðung farþega til landsins og skammtímaáhrifin eru óhjákvæmilega til staðar.“ Hann segir að hagkerfið hafi sýnt það undanfarinn áratug að það hafi mikla burði til að takast á við áföll bæði hvað varðar viðbrögð á vinnumarkaði og stjórnvöld búi að þeirri reynslu síðasta áratugar hvernig megi styrkja viðnámsþróttinn í efnahagslífinu.Margir að tala sig í annað hrun Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að margir séu að tala sig inn í annað fjármálahrun. Staðan sé víða nokkuð góð, hótel í Reykjavík séu til dæmis uppbókuð. Fari svo að WOW air verði gjaldþrota myndi það líklegast leiða til lítils háttar samdráttar sem verði eins og hver annar snjóskafl sem við höfum farið í gegnum. „Fyrirtækin sem standa illa munu eflaust ekki lifa það af en það er gangur lífsins. Lánveitendur til ferðaþjónustu gætu setið eftir með sárt ennið.“Snorri JakobssonHann segir að ef WOW air verði gjaldþrota standi Icelandair Group með pálmann í höndunum enda njóti aðalkeppinautarins ekki lengur við. Enn fremur hafi ytra umhverfið batnað með lækkandi olíuverði og lægra gengi krónu. „Oft er það vanmetið hvað sameiningar geta reynst dýrar. Auk þess er WOW air rekið með töluverðu tapi. Sameining hefði því verið erfið fyrir Icelandair Group.“Ólíklegt að ríkið eignist WOW Að sögn Jóns Bjarka eru Icelandair Group og WOW air skilgreind sem kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Honum þykir ólíklegt að ríkið muni stíga inn í hluthafahóp WOW air. „Hættan af keðjuverkun er ekki með sama hætti og þegar til dæmis kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki fara í þrot. Það er enn fremur vafasamt fordæmi fyrir ríkið þegar efnahags- og fjármálastöðugleika er ekki beinlínis ógnað með snjóboltaáhrifum og keðjuverkun,“ segir hann. Jón Bjarki segir að það yrði óheppilegt ef stjórnvöld myndu skerast í leikinn með því að veita ríkisábyrgð á lán eða með öðrum slíkum stuðningi. „Það yrði vafasamt fordæmi. Það kann almennt ekki góðri lukku að stýra ef ríkið leikur bjargvætt atvinnulífsins. Hlutverk þess væri mun frekar að liðka fyrir því að ferðaþjónustunni í heild sé gert sem léttast að bregðast við slíkum skelli og tryggja ábyrga hagstjórn, t.d. með innspýtingu í opinbera fjárfestingu ef kreppir að tímabundið.“Treystir á að ríkið bjargi krónunni Snorri óttast ekki að ríkið muni bjarga WOW air. Það væri óréttlætanlegt að bjarga einkaflugfélagi. „Ég er hræddur um að krónan gæti fallið skarpt ef WOW air verður gjaldþrota og treysti á að ríkið komi í veg fyrir að gengið veikist of mikið þannig að verðbólgan fari ekki á flug,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira