Segir fjölda bréfa ekki berast viðtakendum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Jón Guðbjörnsson og Sigurður Vilhjálmsson eigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira