Hvenær er maður saklaus? Jón Kjartan Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið að vinna af samviskusemi í samræmi við síbreytilegar reglur sem settar voru til að verndar þjóðarhag. Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni. Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós. Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti. Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður. Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið að vinna af samviskusemi í samræmi við síbreytilegar reglur sem settar voru til að verndar þjóðarhag. Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni. Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós. Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti. Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður. Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun