Skoða hvort siðanefnd þingsins eigi að fjalla um mál Ágústar Ólafs Sighvatur Jónsson skrifar 9. desember 2018 12:15 Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar en mál hans hefur ekki verið tilkynnt til siðanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn ræddu stöðuna á þingi eftir Klaustursmálið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir frá Miðflokki, Viðreisn, Framsóknarflokki og Sjáflstæðisflokki voru sammála um að andrúmsloftið á Alþingi væri enn erfitt vegna málsins og hefði áhrif á störf þingsins. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er ein þeirra sem yfirgaf þingsal þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór í ræðustól á dögunum. „Auðvitað er ástandið alvarlegt, fólki líður illa. Gætuð þið setið saman í nefnd? Við sitjum uppi með það að við verðum að vinna saman, við erum á þessum vinnustað, við getum ekki stjórnað því hvað aðrir gera,“ sagði Þórunn.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Óttast að fleiri mál komi upp Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það sýna alvarleika Klaustursmálsins að siðanefnd þingsins hafi verið virkjuð vegna þess í fyrsta sinn. Hann óttast að fleiri mál eigi eftir að berast til hennar og vísar til máls Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hefur óskað eftir leyfi frá störfum vegna særandi framkomu gegn konu. „Nú veit maður ekki mikið um hvernig þau atvik voru því ólíkt hinu málinu eru ekki til hljóðupptökur sem hægt er að vísa til eða skoða. En ég held að það sé óhjákvæmilegt að það sé skoðað og metið hvort það eigi heima í þessum farvegi,“ sagði Birgir.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/Anton BrinkHlutverk nefndarinnar að taka við erindum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það vera skýrt að hlutverk forsætisnefndar sé að taka við erindum sem þangað berast. Nefndin eigi ekki að hafa skoðun á því hvaða mál fari fyrir siðanefnd þingsins. Hann segist ekki vita til þess að tilkynnt hafi verið um mál Ágústar Ólafs til nefndarinnar. Einu gögnin sem hann hafi um málið sé bréf frá Ágústi Ólafi þar sem hann óskar eftir launalausu leyfi frá störfum. Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Fjórir þingmenn ræddu stöðuna á þingi eftir Klaustursmálið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir frá Miðflokki, Viðreisn, Framsóknarflokki og Sjáflstæðisflokki voru sammála um að andrúmsloftið á Alþingi væri enn erfitt vegna málsins og hefði áhrif á störf þingsins. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er ein þeirra sem yfirgaf þingsal þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór í ræðustól á dögunum. „Auðvitað er ástandið alvarlegt, fólki líður illa. Gætuð þið setið saman í nefnd? Við sitjum uppi með það að við verðum að vinna saman, við erum á þessum vinnustað, við getum ekki stjórnað því hvað aðrir gera,“ sagði Þórunn.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Óttast að fleiri mál komi upp Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það sýna alvarleika Klaustursmálsins að siðanefnd þingsins hafi verið virkjuð vegna þess í fyrsta sinn. Hann óttast að fleiri mál eigi eftir að berast til hennar og vísar til máls Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hefur óskað eftir leyfi frá störfum vegna særandi framkomu gegn konu. „Nú veit maður ekki mikið um hvernig þau atvik voru því ólíkt hinu málinu eru ekki til hljóðupptökur sem hægt er að vísa til eða skoða. En ég held að það sé óhjákvæmilegt að það sé skoðað og metið hvort það eigi heima í þessum farvegi,“ sagði Birgir.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/Anton BrinkHlutverk nefndarinnar að taka við erindum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það vera skýrt að hlutverk forsætisnefndar sé að taka við erindum sem þangað berast. Nefndin eigi ekki að hafa skoðun á því hvaða mál fari fyrir siðanefnd þingsins. Hann segist ekki vita til þess að tilkynnt hafi verið um mál Ágústar Ólafs til nefndarinnar. Einu gögnin sem hann hafi um málið sé bréf frá Ágústi Ólafi þar sem hann óskar eftir launalausu leyfi frá störfum.
Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira