Skoða hvort siðanefnd þingsins eigi að fjalla um mál Ágústar Ólafs Sighvatur Jónsson skrifar 9. desember 2018 12:15 Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar en mál hans hefur ekki verið tilkynnt til siðanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn ræddu stöðuna á þingi eftir Klaustursmálið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir frá Miðflokki, Viðreisn, Framsóknarflokki og Sjáflstæðisflokki voru sammála um að andrúmsloftið á Alþingi væri enn erfitt vegna málsins og hefði áhrif á störf þingsins. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er ein þeirra sem yfirgaf þingsal þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór í ræðustól á dögunum. „Auðvitað er ástandið alvarlegt, fólki líður illa. Gætuð þið setið saman í nefnd? Við sitjum uppi með það að við verðum að vinna saman, við erum á þessum vinnustað, við getum ekki stjórnað því hvað aðrir gera,“ sagði Þórunn.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Óttast að fleiri mál komi upp Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það sýna alvarleika Klaustursmálsins að siðanefnd þingsins hafi verið virkjuð vegna þess í fyrsta sinn. Hann óttast að fleiri mál eigi eftir að berast til hennar og vísar til máls Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hefur óskað eftir leyfi frá störfum vegna særandi framkomu gegn konu. „Nú veit maður ekki mikið um hvernig þau atvik voru því ólíkt hinu málinu eru ekki til hljóðupptökur sem hægt er að vísa til eða skoða. En ég held að það sé óhjákvæmilegt að það sé skoðað og metið hvort það eigi heima í þessum farvegi,“ sagði Birgir.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/Anton BrinkHlutverk nefndarinnar að taka við erindum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það vera skýrt að hlutverk forsætisnefndar sé að taka við erindum sem þangað berast. Nefndin eigi ekki að hafa skoðun á því hvaða mál fari fyrir siðanefnd þingsins. Hann segist ekki vita til þess að tilkynnt hafi verið um mál Ágústar Ólafs til nefndarinnar. Einu gögnin sem hann hafi um málið sé bréf frá Ágústi Ólafi þar sem hann óskar eftir launalausu leyfi frá störfum. Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Fjórir þingmenn ræddu stöðuna á þingi eftir Klaustursmálið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir frá Miðflokki, Viðreisn, Framsóknarflokki og Sjáflstæðisflokki voru sammála um að andrúmsloftið á Alþingi væri enn erfitt vegna málsins og hefði áhrif á störf þingsins. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er ein þeirra sem yfirgaf þingsal þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór í ræðustól á dögunum. „Auðvitað er ástandið alvarlegt, fólki líður illa. Gætuð þið setið saman í nefnd? Við sitjum uppi með það að við verðum að vinna saman, við erum á þessum vinnustað, við getum ekki stjórnað því hvað aðrir gera,“ sagði Þórunn.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Óttast að fleiri mál komi upp Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það sýna alvarleika Klaustursmálsins að siðanefnd þingsins hafi verið virkjuð vegna þess í fyrsta sinn. Hann óttast að fleiri mál eigi eftir að berast til hennar og vísar til máls Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hefur óskað eftir leyfi frá störfum vegna særandi framkomu gegn konu. „Nú veit maður ekki mikið um hvernig þau atvik voru því ólíkt hinu málinu eru ekki til hljóðupptökur sem hægt er að vísa til eða skoða. En ég held að það sé óhjákvæmilegt að það sé skoðað og metið hvort það eigi heima í þessum farvegi,“ sagði Birgir.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/Anton BrinkHlutverk nefndarinnar að taka við erindum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það vera skýrt að hlutverk forsætisnefndar sé að taka við erindum sem þangað berast. Nefndin eigi ekki að hafa skoðun á því hvaða mál fari fyrir siðanefnd þingsins. Hann segist ekki vita til þess að tilkynnt hafi verið um mál Ágústar Ólafs til nefndarinnar. Einu gögnin sem hann hafi um málið sé bréf frá Ágústi Ólafi þar sem hann óskar eftir launalausu leyfi frá störfum.
Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira