Atletico Madrid vann góðan sigur á Alaves í fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Um var að ræða toppbaráttuslag þar sem bæði lið eru að berjast við toppinn en einu stigi munaði á liðunum í 3. og 4.sæti deildarinnar þegar kom að leiknum í dag.
Nikola Kalinic kom Atletico Madrid á bragðið á 25.mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Heimamenn í Atletico gerðu svo út um leikinn á lokamínútunum. Antoine Griezmann tvöfaldaði forystuna á 82.mínútu og Rodri gerði endanlega út um leikinn á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 3-0 fyrir Atletico Madrid.
Liðsmenn Diego Simeone þar með búnir að jafna topplið Barcelona að stigum en Börsungar eiga reyndar leik til góða gegn grönnum sínum í Espanyol í dag.
Atletico lagði Alaves í toppbaráttuslag
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn