Nýjung boðar byltingu í greiningu krabbameina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Tölvuteiknuð mynd af illkynja frumu í hvítblæði. Nordicphotos/Getty Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira