Tillerson segir Trump reynt að gera ólöglega hluti Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 16:14 Tillerson og Trump þegar allt lék í lyndi. Getty/Bloomberg Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, vera agalausan. Hann segir að Trump vilji ekki lesa og hafa reynt að framkvæma ólöglega hluti. Trump rak Tillerson fyrir nærri því níu mánuðum síðan. Þá var Tillerson sagður hafa kallað Trump fávita og hann hefur aldrei neitað því. Þetta sagði Tillerson í viðtali við CBS sem birt var í gærkvöldi. Hann sagði hafa reynst sér erfitt að koma frá fyrirtæki eins og Exxon Mobil, þar sem ríkti mikill agi og fara að vinna fyrir óagaðan mann eins og Trump, sem vildi ekki lesa, læsi ekki undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og vildi ekki kynna sér málefni ítarlega. Í stað þess að fara eftir staðreyndum sagði Tillerson að Trump færi eftir eigin tilfinningum. Tillerson sagði einnig frá því að hann hefði aldrei hitt Trump áður en forsetinn bauð honum ráðherrastólinn.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Ráðherrann fyrrverandi sagði einnig að Trump hefði ítrekað reynt að gera ólöglega hluti og hann hefði orðið pirraður þegar honum var sagt að hann gæti það ekki. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, vera agalausan. Hann segir að Trump vilji ekki lesa og hafa reynt að framkvæma ólöglega hluti. Trump rak Tillerson fyrir nærri því níu mánuðum síðan. Þá var Tillerson sagður hafa kallað Trump fávita og hann hefur aldrei neitað því. Þetta sagði Tillerson í viðtali við CBS sem birt var í gærkvöldi. Hann sagði hafa reynst sér erfitt að koma frá fyrirtæki eins og Exxon Mobil, þar sem ríkti mikill agi og fara að vinna fyrir óagaðan mann eins og Trump, sem vildi ekki lesa, læsi ekki undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og vildi ekki kynna sér málefni ítarlega. Í stað þess að fara eftir staðreyndum sagði Tillerson að Trump færi eftir eigin tilfinningum. Tillerson sagði einnig frá því að hann hefði aldrei hitt Trump áður en forsetinn bauð honum ráðherrastólinn.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Ráðherrann fyrrverandi sagði einnig að Trump hefði ítrekað reynt að gera ólöglega hluti og hann hefði orðið pirraður þegar honum var sagt að hann gæti það ekki. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00
Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50