Bale hetjan er Real marði botnliðið Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2018 17:00 Bale var hetjan. vísir/getty Mark Gareth Bale eftir átta mínútur reyndist eina mark Real Madrid í 1-0 sigri á SD Huesca í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Alvaro Odriozola kom boltanum á Bale sem kom boltanum yfir línuna en markið afar mikilvægt sem tryggði Real 1-0 sigurinn. Real hefur verið í vandræðum í deildinni á tímabilinu en eftir sigurinn er liðið komið i fjórða sætið, fimm stigum á eftir toppliði Barcelona. Huesca er hins vegar í öllum meiri vandræðum á botni deildarinnar með sjö stig, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni á þessum tímapunkti. Spænski boltinn
Mark Gareth Bale eftir átta mínútur reyndist eina mark Real Madrid í 1-0 sigri á SD Huesca í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Alvaro Odriozola kom boltanum á Bale sem kom boltanum yfir línuna en markið afar mikilvægt sem tryggði Real 1-0 sigurinn. Real hefur verið í vandræðum í deildinni á tímabilinu en eftir sigurinn er liðið komið i fjórða sætið, fimm stigum á eftir toppliði Barcelona. Huesca er hins vegar í öllum meiri vandræðum á botni deildarinnar með sjö stig, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni á þessum tímapunkti.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti