Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2018 07:45 Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart mun ekki kynna Óskarinn á næsta ári eins og til stóð. vísir/getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. Ástæðan eru ummæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Hart myndi verða kynnir. Hann hefur nú beðist afsökunar á því sem hann kallar „ónærgætin orð“ sín og tilkynnti þá um leið að hann myndi ekki kynna Óskarinn þar sem hann vildi ekki ónæði eða truflun á hátíðinni með nærveru sinni.And the Oscar for most homophobic host ever goes to... pic.twitter.com/fw9DTjSrhx — Benjamin Lee (@benfraserlee) December 5, 2018„Ég bið hinsegin samfélagið innilegrar afsökunar á ónærgætnum orðum mínum í fortíðinni. Mér þykir leitt að ég hafi sært fólk. Ég er að þroskast og mun halda áfram að gera það. Markmið mitt er að koma fólki saman en ekki sundra okkur,“ sagði Hart í yfirlýsingu. Áður hafði Hart sett myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann sagði að stjórn Akademíunnar, sem heldur Óskarinn, hefði hringt í hann og sagt honum að annað hvort myndi hann biðjast afsökunar eða hann yrði látinn fara sem kynnir. Í myndbandinu sagði Hart að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þetta mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina. Það hefur hann nú hins vegar gert en ummælin umdeildu sem rifjuð voru upp voru meðal annars úr uppistandi frá árinu 2010 þar sem Hart grínaðist með það að hann óttaðist að þriggja ára sonur sinn yrði samkynhneigður. Óskarinn Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. Ástæðan eru ummæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Hart myndi verða kynnir. Hann hefur nú beðist afsökunar á því sem hann kallar „ónærgætin orð“ sín og tilkynnti þá um leið að hann myndi ekki kynna Óskarinn þar sem hann vildi ekki ónæði eða truflun á hátíðinni með nærveru sinni.And the Oscar for most homophobic host ever goes to... pic.twitter.com/fw9DTjSrhx — Benjamin Lee (@benfraserlee) December 5, 2018„Ég bið hinsegin samfélagið innilegrar afsökunar á ónærgætnum orðum mínum í fortíðinni. Mér þykir leitt að ég hafi sært fólk. Ég er að þroskast og mun halda áfram að gera það. Markmið mitt er að koma fólki saman en ekki sundra okkur,“ sagði Hart í yfirlýsingu. Áður hafði Hart sett myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann sagði að stjórn Akademíunnar, sem heldur Óskarinn, hefði hringt í hann og sagt honum að annað hvort myndi hann biðjast afsökunar eða hann yrði látinn fara sem kynnir. Í myndbandinu sagði Hart að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þetta mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina. Það hefur hann nú hins vegar gert en ummælin umdeildu sem rifjuð voru upp voru meðal annars úr uppistandi frá árinu 2010 þar sem Hart grínaðist með það að hann óttaðist að þriggja ára sonur sinn yrði samkynhneigður.
Óskarinn Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira