Aðeins helmingur nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla á Grænlandi útskrifast, að sögn grænlenska útvarpsins. Árið 2016 kláruðu 52 prósent framhaldsskólanema námið og hefur sá fjöldi verið nær óbreyttur frá 2012.
Hins vegar hefur aðsóknin í framhaldskóla aukist um 56 prósent frá 2006. Þannig að þótt helmingur ljúki náminu voru þeir sem settu upp stúdentshúfu árið 2016 181 fleiri en árið 2006.
