Enn láta skemmdarvargar til skarar skríða í Kjarnaskógi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:39 Bíllinn situr fastur á gönguslóð. Mynd/Ingólfur Jóhannesson Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“ Lögreglumál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“
Lögreglumál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira