Lögreglan rannsakar þaulskipulögð tryggingasvik: "Senda menn til Íslands til þess að sviðsetja slys“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2018 19:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þaulskipulögð fjársvik sem beinast gegn tryggingafélögunum og gætu hlaupið á tugum milljóna. Grunur leikur á að erlendir glæpahópar sendi menn til landsins til þess að sviðsetja árekstra og svíkja þannig fé af tryggingafélögunum. „Við erum með til rannsóknar mál þar sem við teljum að það sé sviðsett trygginasvik. Það er ýmislegt sem bendir til þess að erlendir brotahópar séu að senda menn sérstaklega til Íslands til þess að sviðsetja slys og árekstra og fleira til þess að svíkja fé út úr tryggingafélögum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.„Þessi mál sem við höfum verið að skoða varða allt að einhverjum milljónum, jafnvel milljónatugum,“ segir Karl Steinar og bætir við að það sé þó erfitt að segja nákvæmlega til um upphæðina og umfangið þar sem endanlegt fjártjón vegna svikanna liggur ekki fyrir. Karl Steinar vill hvorki segja til um hvaðan fólkið sem stundar þessi svik kemur né hvort það sé enn hér á landi í þessum tilgangi. Hann segir að hér sé um þaulskipulagða brotastarfsemi að ræða. „Þeir eru alveg meðvitaðir um það hvað þeir eigi að gera og hvernig þannig það verður bara áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að sanna það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að augljóst sé að erlendir brotahópar hafi fundið galla á íslensku tryggingakerfi. „Það liggur alveg ljóst fyrir að menn hafa haft vitneskju um það að hér á landi sé tiltölulega einfalt að svíkja fé út úr tryggingafélögunum,“ segir Karl Steinar. Hann bætir við að lögreglan hafi vakið athygli tryggingafélaganna á þessum málum. „Markmiðið hjá okkur núna er einmitt að eiga nánara samstarf við tryggingafélögin til þess að reyna sporn við því sem þarna er í gangi,“ segir Karl Steinar. Rannsókn málsins er á lokastigi og segir Karl Steinar að allt benda til þess að að henni lokinni verði gefin út ákæra.Katrín Júlíusdóttir.Tjónagagnagrunnur tekinn í gagnið Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að gera megi ráð fyrir því að tryggingasvik hér á landi nemi nokkrum milljörðum króna á ári. Til þess að sporn gegn því að tryggingatakar borgi fyrir tryggingasvik með hækkun iðgjalda verður tjónagrunnur að norrænni fyrirmynd verður tekinn í gagnið á nýju ári. Tjónagrunnurinn er talinn munu verða áhrifaríkt tól í baráttunni gegn tryggingasvikum hér á landi. Hann er meðal annars ætlaður í að greina óvenjulegar tjónatilkynningar. „creditinfo er að fara reka þennan grunn. Við höfum fengið heimild til þess frá Persónuvernd að safna ákveðnum upplýsingum inn í einn grunn,“ segir Katrín. Á meðal þess sem verður hægt að sjá í grunninum er hvort sama tjón hafi fengist greitt út hjá fleiru en einu tryggingafélagi. „Það er algengara en við höldum,“ segir Katrín og bætir við að vísbendingar séu nú um að svik af þessu tagi séu í auknum mæli stunduð af skipulögðum glæpahópum. Tryggingatakar beri ekki kostnaðinn af svikunum Með svikunum fjármagna þau ýmsa aðra brotastarfsemi svo sem mansal, fíkniefnainnflutning og vændi. „Og það sem svona grunnur á að geta sýnt okkur er þekkt mynstur sem að reynsla er af erlendis frá. Norðmenn eru með svona grunn þannig að við erum ekki að finna hann upp,“ segir Katrín. Katrín segir að ef miðað er við áætlaða tíðni tryggingasvika í nágrannalöndum megi gera ráð fyrir að slík svik hér á landi geti numið allt að nokkrum milljörðum króna á ári. Svik sem þessi leiði ótvírætt til óréttmætra útgjalda tryggingafélaga og ber almenningur þannig óbeint skaðann af þessari brotastarfsemi með hækkun iðgjalda. Tjónagrunninum er ætlað að sporna við þessu. „Þannig að hinir heiðarlegu tryggingatakar sem eru langflestir Íslendingar. Þeir munu ekki þurfa að bera kostnaðinn af þessum svikum,“ segir Katrín. Lögreglumál Persónuvernd Tryggingar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þaulskipulögð fjársvik sem beinast gegn tryggingafélögunum og gætu hlaupið á tugum milljóna. Grunur leikur á að erlendir glæpahópar sendi menn til landsins til þess að sviðsetja árekstra og svíkja þannig fé af tryggingafélögunum. „Við erum með til rannsóknar mál þar sem við teljum að það sé sviðsett trygginasvik. Það er ýmislegt sem bendir til þess að erlendir brotahópar séu að senda menn sérstaklega til Íslands til þess að sviðsetja slys og árekstra og fleira til þess að svíkja fé út úr tryggingafélögum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.„Þessi mál sem við höfum verið að skoða varða allt að einhverjum milljónum, jafnvel milljónatugum,“ segir Karl Steinar og bætir við að það sé þó erfitt að segja nákvæmlega til um upphæðina og umfangið þar sem endanlegt fjártjón vegna svikanna liggur ekki fyrir. Karl Steinar vill hvorki segja til um hvaðan fólkið sem stundar þessi svik kemur né hvort það sé enn hér á landi í þessum tilgangi. Hann segir að hér sé um þaulskipulagða brotastarfsemi að ræða. „Þeir eru alveg meðvitaðir um það hvað þeir eigi að gera og hvernig þannig það verður bara áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að sanna það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að augljóst sé að erlendir brotahópar hafi fundið galla á íslensku tryggingakerfi. „Það liggur alveg ljóst fyrir að menn hafa haft vitneskju um það að hér á landi sé tiltölulega einfalt að svíkja fé út úr tryggingafélögunum,“ segir Karl Steinar. Hann bætir við að lögreglan hafi vakið athygli tryggingafélaganna á þessum málum. „Markmiðið hjá okkur núna er einmitt að eiga nánara samstarf við tryggingafélögin til þess að reyna sporn við því sem þarna er í gangi,“ segir Karl Steinar. Rannsókn málsins er á lokastigi og segir Karl Steinar að allt benda til þess að að henni lokinni verði gefin út ákæra.Katrín Júlíusdóttir.Tjónagagnagrunnur tekinn í gagnið Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að gera megi ráð fyrir því að tryggingasvik hér á landi nemi nokkrum milljörðum króna á ári. Til þess að sporn gegn því að tryggingatakar borgi fyrir tryggingasvik með hækkun iðgjalda verður tjónagrunnur að norrænni fyrirmynd verður tekinn í gagnið á nýju ári. Tjónagrunnurinn er talinn munu verða áhrifaríkt tól í baráttunni gegn tryggingasvikum hér á landi. Hann er meðal annars ætlaður í að greina óvenjulegar tjónatilkynningar. „creditinfo er að fara reka þennan grunn. Við höfum fengið heimild til þess frá Persónuvernd að safna ákveðnum upplýsingum inn í einn grunn,“ segir Katrín. Á meðal þess sem verður hægt að sjá í grunninum er hvort sama tjón hafi fengist greitt út hjá fleiru en einu tryggingafélagi. „Það er algengara en við höldum,“ segir Katrín og bætir við að vísbendingar séu nú um að svik af þessu tagi séu í auknum mæli stunduð af skipulögðum glæpahópum. Tryggingatakar beri ekki kostnaðinn af svikunum Með svikunum fjármagna þau ýmsa aðra brotastarfsemi svo sem mansal, fíkniefnainnflutning og vændi. „Og það sem svona grunnur á að geta sýnt okkur er þekkt mynstur sem að reynsla er af erlendis frá. Norðmenn eru með svona grunn þannig að við erum ekki að finna hann upp,“ segir Katrín. Katrín segir að ef miðað er við áætlaða tíðni tryggingasvika í nágrannalöndum megi gera ráð fyrir að slík svik hér á landi geti numið allt að nokkrum milljörðum króna á ári. Svik sem þessi leiði ótvírætt til óréttmætra útgjalda tryggingafélaga og ber almenningur þannig óbeint skaðann af þessari brotastarfsemi með hækkun iðgjalda. Tjónagrunninum er ætlað að sporna við þessu. „Þannig að hinir heiðarlegu tryggingatakar sem eru langflestir Íslendingar. Þeir munu ekki þurfa að bera kostnaðinn af þessum svikum,“ segir Katrín.
Lögreglumál Persónuvernd Tryggingar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira