Kúbverjar fá loksins aðgang að netinu í símanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 12:40 Yfirvöld á Kúbu hafa smám saman byggt um 3G-net en það hefur fram að þessu aðeins verið aðgengilegt útlendingum og embættismönnum. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu. Norður-Ameríka Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu.
Norður-Ameríka Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira