Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:37 Hluti hins nýja eigendahóps á Blackbox í Borgartúni. Aðsend Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal auk fulltrúa Gleðipinna, þeim Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Aðspurður gefur Jón Gunnar ekki upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins, eins og hversu stóran hlut Gleðipinnar keyptu í Blackbox. Aðeins að um ráðandi hlut sé að ræða eins og fyrr segir. Fram kemur í tilkynningu frá eigendahópnum að markmið þeirra sé að fjölga Blackbox-stöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Framundan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox. Blackbox Pizzeria opnaði 22. janúar síðastliðinn í Borgartúni 26. Staðurinn sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum með súrdeigsbotni. Blackbox stærir sig af „byltingarkenndum snúningsofni,“ sem nær að baka pizzur á aðeins tveimur mínútum. „Blackbox er virkilega spennandi vörumerki sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Gæði pizzanna eru frábær, afgreiðsluhraðinn einstakur og það, ásamt skemmtilegu andrúmslofti staðarins, fellur vel að þörfum markaðarins í dag“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Hamborgara-fabrikkunnar. Gleðipinnar ehf. er félag í veitinga- og afþreyingarekstri. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði. Veitingastaðir Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal auk fulltrúa Gleðipinna, þeim Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Aðspurður gefur Jón Gunnar ekki upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins, eins og hversu stóran hlut Gleðipinnar keyptu í Blackbox. Aðeins að um ráðandi hlut sé að ræða eins og fyrr segir. Fram kemur í tilkynningu frá eigendahópnum að markmið þeirra sé að fjölga Blackbox-stöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Framundan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox. Blackbox Pizzeria opnaði 22. janúar síðastliðinn í Borgartúni 26. Staðurinn sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum með súrdeigsbotni. Blackbox stærir sig af „byltingarkenndum snúningsofni,“ sem nær að baka pizzur á aðeins tveimur mínútum. „Blackbox er virkilega spennandi vörumerki sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Gæði pizzanna eru frábær, afgreiðsluhraðinn einstakur og það, ásamt skemmtilegu andrúmslofti staðarins, fellur vel að þörfum markaðarins í dag“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Hamborgara-fabrikkunnar. Gleðipinnar ehf. er félag í veitinga- og afþreyingarekstri. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði.
Veitingastaðir Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira