Gerði grín að forsætisráðherra Íslands við jarðarför Bush: „Því minna land, því lengri ræða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 19:52 Brian Mulroney fyrrverandi forsætisráðherra Kanada við útför George H. W. Bush í dag. Getty/Andrew Harnik-Pool Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada gerði létt grín að forsætisráðherra Íslands, sem gera má ráð fyrir að hafi verið Steingrímur Hermannsson, í ræðu sem hann hélt til minningar um George H. W. Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við jarðarför þess síðarnefnda í dag. Bush lést þann 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri og var lagður til hinstu hvílu í Washington í dag.George H. W. Bush lést föstudaginn 30. nóvember, 94 ára að aldri.Getty/Logan Mock-BuntingBrian Mulroney gegndi embætti forsætisráðherra Kanada árin 1984-1993 og starfaði því við hlið Bush seinna kjörtímabil sitt. Mulroney fór fögrum orðum um Bush í minningarræðunni og minntist sérstaklega á hugprýði Bush er hann barðist tvítugur í seinni heimsstyrjöldinni.Talaði þangað til aðalritarinn blés til kaffipásu Til marks um góða kímnigáfu forsetans sagði Mulroney einnig stutta sögu af fyrsta NATO-fundi þess fyrrnefnda í Brussel árið 1989. Bush sat gegnt Mulroney á fundinum og glósaði hjá sér ræður leiðtoganna af miklum móð. „Við fengum öll lítinn tíma. En þú veist, það er mikið hrós fólgið í því að forseti Bandaríkjanna glósi hjá sér á meðan þú talar,“ sagði Mulroney. Gamanið hafi hins vegar kárnað að loknum ræðum leiðtoga Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Þá var nefnilega röðin komin að forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. Mulroney nefndi hann þó ekki á nafn í ræðu sinni.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra Íslands fyrir Framsóknarflokkinn frá 1983-1991. Hann lést árið 2010, þá 81 árs.Vísir„Þegar Mitterrand forseti, Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari höfðu lokið máli sínu var röðin komin að forsætisráðherra Íslands. Á meðan Bush skrifaði hélt forsætisráðherrann áfram að tala, og áfram, og áfram, og áfram, og lauk aðeins máli sínu þegar aðalritari NATO blés staðfastlega til kaffipásu,“ sagði Mulroney. „George lét frá sér pennann, gekk til mín og sagði: „Brian, ég var að læra grundvallarlögmál alþjóðamála“. Ég sagði: „Hvað er það, George?“. Hann sagði: „Því minna land, því lengri ræða“.“ Sagan af NATO-fundinum uppskar hlátur í kirkjunni en ræðu Mulroney má hlýða á í heild í spilaranum hér að neðan. Hann nefnir íslenska forsætisráðherrann á mínútu 3:05.Þá má nálgast frétt um ræðuhöld Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann flutti á umræddum NATO-fundi hér. Hann gerði þar grein fyrir viðhorfi Íslands til fækkunar vopna og sagði hana eiga að ná til allra árásarvopna – bæði á landi og í sjó. Ekkert er þó minnst á viðbrögð annarra leiðtoga við ræðu Steingríms, sem greinilega hefur þótt í lengra lagi. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda við athöfnina í Washington National Cathedral í dag var Hreinn Pálsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Washington og staðgengill sendiherra. Á meðal viðstaddra í Washington National Cathedral í dag voru einnig helstu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum, til að mynda sitjandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og fyrrverandi starfsbræður hans, Barack Obama, Bill Clinton, Jimmy Carter og George Bush yngri, sem einnig er sonur Bush eldri. Minningarorð Bush yngri um föður sinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Í spilaranum hér að neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03 Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26 Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
George Bush eldri látinn George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993 1. desember 2018 06:03
Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja. 1. desember 2018 18:26
Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína Athöfnin á sér stað í Washington National Cathedral en forsetinn fyrrverandi verður svo jarðsettur í Texas á morgun. 5. desember 2018 10:38