Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2018 12:45 Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segist vilja að þingmenn flokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, segi af sér þingmennsku vegna Klaustursupptaknanna svokölluðu. Hann segir hins vegar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hafi vaxið sem manneskju eftir að málið kom upp. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, segir að stjórn félagsins hafi komið saman til að ræða atburði síðustu daga. Ekkert hafi þó verið sérstaklega ályktað, en að unnið skyldi að því að vera í betri samskiptum við stjórn flokksins til að vera betur upplýst hvernig unnið sé í málunum þar. Mikill styr hefur staðið um þingflokk flokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. Síðastliðinn föstudag greindi formaður flokksins frá því að þeir Gunnar Bragi og Bergþór myndu taka sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum, en Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir hafa sagst munu sitja áfram á þingi.Gunnar Bragi og Bergþór Ólason eru báðir farnir í launalaust leyfi.Vill Gunnar Braga og Bergþór af þingi Viðar Freyr segir það vera sín persónulega skoðun að þeir Gunnar Bragi og Bergþór eigi að segja af sér þingmennsku. „Það er þó ekki endilega opinber afstaða félagsins, en mér finnst hljóðið í þeirra garð vera þungt meðal félagsmanna. Menn vilja kannski ekki troða mönnum um tær og leyfa þeim að iðrast á sínum eigin forsendum. Menn skilja að þetta sé áfall sem þeir eru að lenda í og eiga þeir vafalaust í sálarstríði,“ segir Viðar Freyr.Viðhlæjendur íhugi stöðu sína Í pistli á heimasíðu sinni, sem birtur var síðastliðinn föstudag, segir Viðar Freyr að „viðhlæjendur“ á barnum mættu líka íhuga sína stöðu vandlega. „Taka sér etv. leyfi í bili til að horfa inn á við. Kannski er þeim nóg að láta áfengið eiga sig í framtíðinni svo þeim verði ekki á sá dómgreindarskortur að sitja við slíkar samkomur aftur í framtíðinni,“ sagði í færslunni. Viðar Freyr segir orðin hafa verið skrifuð á tíma þegar ekki lá fyrir hvað gerðist nákvæmlega. „Svo er meira búið að koma í ljós þó að menn viti að sjálfsögðu ekki allt.“Rætt var við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Vísir/VilhelmVaxið sem manneskjaEn nýtur Sigmundur Davíð þíns stuðnings?„Já, ég myndi segja það. Í mínum huga finnst mér hann hafa vaxið sem manneskja, en kannski ekki endilega sem stjórnmálaleiðtogi. Mér finnst hann hafa komið fram af ákveðnu æðruleysi. Ég hlustaði á þetta viðtal á Bylgjunni í morgun og fannst ákveðið æðruleysi í hans tón. Að vilja bæta sig sem manneskja. Ég er líka viss um að það sé alveg rétt hjá honum að þetta hafi ekki verið einstök uppákoma. Að svona samræður fari af stað og úr böndunum. Það er vonandi að einhver lærdómur af stærri skala verði dreginn af þessu máli þegar sárin byrja að gróa.“ Viðar Freyr segir málinu á engan hátt lokið innan Miðflokksins. „Menn eru misjafnir og það eru sumir innan flokksins sem taka þetta meira inn á sig en aðrir. Það er eins og það er og maður sýnir því skilning. Það eru margir bindindismenn innan flokksins og fólk sem eru aðstandendur fatlaðra og taka þessu mjög alvarlega. Þetta fólk hefur lítið þol fyrir svona óábyrgu fylleríisröfli,“ segir Viðar Freyr. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segist vilja að þingmenn flokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, segi af sér þingmennsku vegna Klaustursupptaknanna svokölluðu. Hann segir hins vegar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hafi vaxið sem manneskju eftir að málið kom upp. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, segir að stjórn félagsins hafi komið saman til að ræða atburði síðustu daga. Ekkert hafi þó verið sérstaklega ályktað, en að unnið skyldi að því að vera í betri samskiptum við stjórn flokksins til að vera betur upplýst hvernig unnið sé í málunum þar. Mikill styr hefur staðið um þingflokk flokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. Síðastliðinn föstudag greindi formaður flokksins frá því að þeir Gunnar Bragi og Bergþór myndu taka sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum, en Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir hafa sagst munu sitja áfram á þingi.Gunnar Bragi og Bergþór Ólason eru báðir farnir í launalaust leyfi.Vill Gunnar Braga og Bergþór af þingi Viðar Freyr segir það vera sín persónulega skoðun að þeir Gunnar Bragi og Bergþór eigi að segja af sér þingmennsku. „Það er þó ekki endilega opinber afstaða félagsins, en mér finnst hljóðið í þeirra garð vera þungt meðal félagsmanna. Menn vilja kannski ekki troða mönnum um tær og leyfa þeim að iðrast á sínum eigin forsendum. Menn skilja að þetta sé áfall sem þeir eru að lenda í og eiga þeir vafalaust í sálarstríði,“ segir Viðar Freyr.Viðhlæjendur íhugi stöðu sína Í pistli á heimasíðu sinni, sem birtur var síðastliðinn föstudag, segir Viðar Freyr að „viðhlæjendur“ á barnum mættu líka íhuga sína stöðu vandlega. „Taka sér etv. leyfi í bili til að horfa inn á við. Kannski er þeim nóg að láta áfengið eiga sig í framtíðinni svo þeim verði ekki á sá dómgreindarskortur að sitja við slíkar samkomur aftur í framtíðinni,“ sagði í færslunni. Viðar Freyr segir orðin hafa verið skrifuð á tíma þegar ekki lá fyrir hvað gerðist nákvæmlega. „Svo er meira búið að koma í ljós þó að menn viti að sjálfsögðu ekki allt.“Rætt var við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Vísir/VilhelmVaxið sem manneskjaEn nýtur Sigmundur Davíð þíns stuðnings?„Já, ég myndi segja það. Í mínum huga finnst mér hann hafa vaxið sem manneskja, en kannski ekki endilega sem stjórnmálaleiðtogi. Mér finnst hann hafa komið fram af ákveðnu æðruleysi. Ég hlustaði á þetta viðtal á Bylgjunni í morgun og fannst ákveðið æðruleysi í hans tón. Að vilja bæta sig sem manneskja. Ég er líka viss um að það sé alveg rétt hjá honum að þetta hafi ekki verið einstök uppákoma. Að svona samræður fari af stað og úr böndunum. Það er vonandi að einhver lærdómur af stærri skala verði dreginn af þessu máli þegar sárin byrja að gróa.“ Viðar Freyr segir málinu á engan hátt lokið innan Miðflokksins. „Menn eru misjafnir og það eru sumir innan flokksins sem taka þetta meira inn á sig en aðrir. Það er eins og það er og maður sýnir því skilning. Það eru margir bindindismenn innan flokksins og fólk sem eru aðstandendur fatlaðra og taka þessu mjög alvarlega. Þetta fólk hefur lítið þol fyrir svona óábyrgu fylleríisröfli,“ segir Viðar Freyr.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47