Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. desember 2018 14:30 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel þegar Lars Løkke heimsótti Marel á sunnudag,. Vísir/Marel á Íslandi Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. Þar hafa kauphallirnar í Lundúnum, Amsterdam og Kaupmannahöfn komið til greina. Berlingske Tidende, sem fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Stærsta fyrirtæki Íslands gæti verið á leið á markað í Danmörku“ vitnar í yfirlýsingu Marel þar sem kemur fram að félagið hafi tvíhliða skráningu til skoðunar samhliða skráningu í Kauphöll Íslands. Í umfjöllun Berlingske kemur fram að enska ráðgjafarfyrirtækið STJ Advisors hafi verið fengið til kanna möguleikann á tvíhliða skráningu í mismunandi löndum. London sé stærsti hlutabréfamarkaðurinn af þeim þremur sem komi til greina en áhætta fylgi skráningu þar vegna fjölda félaga. Amsterdam komi til greina þar sem Marel hafi þegar starfsemi í Hollandi en það sé einnig tilfellið í Danmörku þar sem starfsemi Marel hafi vaxið ört á síðustu árum. Í frétt Berlingske kemur fram að fjölmargir fjárfestingarbankar á Norðurlöndunum vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra fyrirtækið og ráðgjafa þess um að velja Kaupmannahöfn.Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel var í ítarlegu viðtali við fréttastofuna hinn 1. nóvember sl. þar sem hann fór yfir framtíðarhorfur félagsins og áform um tvíhliða skráningu Marel. Marel er leiðandi á heimsvísu í þróun á tækjum og búnaði til matvælavinnslu. Fyrirtækið veltir rúmlega milljarði evra og starfsmenn eru 5.500. Þar af 600 í höfuðstöðvunum í Austurhrauni í Garðabæ. Ein meginröksemdin fyrir skráningu í Danmörku er sú staðreynd að félagið hefur 600 starfsmenn í Danmörku. Alls 250 í Árósum og 320 starfsmenn í Støvring og Holbæk. Fram kemur í frétt Berlingske að þessi ríku tengsl við Danmörku hafi þannig skipt máli þegar Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hafi ákveðið að heimsækja höfuðstöðvar Marel í Garðabæ á sunnudag. Lars Løkke hann var hér á landi í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Markaðsverðmæti Marel er um 290 milljarðar króna, jafnvirði 15,5 milljarða danskra króna. Í samanburði við dönsk félög þá er það svipað verðmætt og danska iðnfyrirtækið FLSmidth og skipafélagið DFDS sem eru bæði skráð í dönsku kauphöllinni. Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur, annað leiðandi fyrirtæki í sinni grein, var skráð í Kauphöllina í Kaupmannahöfn árið 2009. Síðan þá hefur félagið, sem hefur höfustöðvar sínar í Reykjavík, verið afskráð í Kauphöll Íslands og er aðeins skráð á hlutabréfamarkað í Kaupmannahöfn. Erindi um tvíhliða skráningu Marel verður að öllum líkindum lagt fyrir aðalfund félagsins sem fer fram hinn 6. mars 2019. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var innlit í nýsköpunarkjarna Marel í Austurhrauni. Sjá má umfjöllun í myndskeiði hér fyrir neðan. Garðabær Tengdar fréttir Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45 Nýr framkvæmdastjóri Marel á Íslandi Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. 12. september 2018 15:17 Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00 Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. Þar hafa kauphallirnar í Lundúnum, Amsterdam og Kaupmannahöfn komið til greina. Berlingske Tidende, sem fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Stærsta fyrirtæki Íslands gæti verið á leið á markað í Danmörku“ vitnar í yfirlýsingu Marel þar sem kemur fram að félagið hafi tvíhliða skráningu til skoðunar samhliða skráningu í Kauphöll Íslands. Í umfjöllun Berlingske kemur fram að enska ráðgjafarfyrirtækið STJ Advisors hafi verið fengið til kanna möguleikann á tvíhliða skráningu í mismunandi löndum. London sé stærsti hlutabréfamarkaðurinn af þeim þremur sem komi til greina en áhætta fylgi skráningu þar vegna fjölda félaga. Amsterdam komi til greina þar sem Marel hafi þegar starfsemi í Hollandi en það sé einnig tilfellið í Danmörku þar sem starfsemi Marel hafi vaxið ört á síðustu árum. Í frétt Berlingske kemur fram að fjölmargir fjárfestingarbankar á Norðurlöndunum vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra fyrirtækið og ráðgjafa þess um að velja Kaupmannahöfn.Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel var í ítarlegu viðtali við fréttastofuna hinn 1. nóvember sl. þar sem hann fór yfir framtíðarhorfur félagsins og áform um tvíhliða skráningu Marel. Marel er leiðandi á heimsvísu í þróun á tækjum og búnaði til matvælavinnslu. Fyrirtækið veltir rúmlega milljarði evra og starfsmenn eru 5.500. Þar af 600 í höfuðstöðvunum í Austurhrauni í Garðabæ. Ein meginröksemdin fyrir skráningu í Danmörku er sú staðreynd að félagið hefur 600 starfsmenn í Danmörku. Alls 250 í Árósum og 320 starfsmenn í Støvring og Holbæk. Fram kemur í frétt Berlingske að þessi ríku tengsl við Danmörku hafi þannig skipt máli þegar Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hafi ákveðið að heimsækja höfuðstöðvar Marel í Garðabæ á sunnudag. Lars Løkke hann var hér á landi í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Markaðsverðmæti Marel er um 290 milljarðar króna, jafnvirði 15,5 milljarða danskra króna. Í samanburði við dönsk félög þá er það svipað verðmætt og danska iðnfyrirtækið FLSmidth og skipafélagið DFDS sem eru bæði skráð í dönsku kauphöllinni. Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur, annað leiðandi fyrirtæki í sinni grein, var skráð í Kauphöllina í Kaupmannahöfn árið 2009. Síðan þá hefur félagið, sem hefur höfustöðvar sínar í Reykjavík, verið afskráð í Kauphöll Íslands og er aðeins skráð á hlutabréfamarkað í Kaupmannahöfn. Erindi um tvíhliða skráningu Marel verður að öllum líkindum lagt fyrir aðalfund félagsins sem fer fram hinn 6. mars 2019. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var innlit í nýsköpunarkjarna Marel í Austurhrauni. Sjá má umfjöllun í myndskeiði hér fyrir neðan.
Garðabær Tengdar fréttir Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45 Nýr framkvæmdastjóri Marel á Íslandi Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. 12. september 2018 15:17 Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00 Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13
Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. 2. nóvember 2018 12:45
Nýr framkvæmdastjóri Marel á Íslandi Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. 12. september 2018 15:17
Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. 1. nóvember 2018 17:00
Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15
Marel á markað í Evrópu Stjórnendur Marels stefna á tvíhliða skráningu í kauphöll í Evrópu og á Íslandi. 31. október 2018 20:45