Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 12:26 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er ekki ritstjóri Glæða. Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44