Kjóstu bestu leikmenn og tilþrif nóvember Íþróttadeild skrifar 4. desember 2018 11:00 Þessar voru bestar í nóvember S2 Sport Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á bestu leikmönnum og tilþrifum Olísdeildanna í handbolta. Kosningin fer fram hér á Vísi. Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir út fimmtudag en úrslitin verða kunngjörð í Seinni bylgjunni mánudaginn 10. desember klukkan 21:15. Í Olísdeild kvenna eru tilnefndar Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Lovísa Thompson. ÍBV tapaði ekki leik í nóvember og var Guðný Jenný með 38,8 prósenta markvörslu að meðaltali í þessum þremur leikjum. Selfoss vann sinn fyrsta leik í vetur í nóvember, þær lögðu enga aðra en Íslandsmeistara Fram á útivelli. Hrafnhildur Hanna hefur farið á kostum í liði Selfoss og er langmarkahæst í deildinni með 75 mörk. Steinunn fékk 10 í heildareinkunn hjá HB Statz í jafntefli Fram og Stjörnunnar í síðustu umferð Olísdeildar kvenna. Hún var með sjö mörk, fiskaði fimm víti, stal tveimur boltum og var með átta löglegar stöðvanir í leiknum. Valur er á toppi Olísdeildarinnar og hefur Lovísa verið einn þeirra bestu leikmanna með 5,3 mörk að meðalatali í leik í deildinni. Þeir bestu í nóvemberS2 SportÍ Olísdeild karla eru tilnefndir Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson, Heimir Óli Heimisson og Sveinbjörn Pétursson. Stjarnan hefur verið á miklu skriði í deildinni og vann alla sína fjóra leiki í nóvember. Það er að öðrum ólöstuðum að stórum hluta Sveinbirni og Agli að þakka. Sveinbjörn lokaði markinu og var með 41,4 prósenta markvörslu í mánuðinum, þar af nærri 50 prósent í leiknum við Akureyri. Egill skorar átta mörk að meðaltali í leik og ber sóknarleik Stjörnunnar áfram. Ásbjörn er markahæsti leikmaður deildarinnar með 77 mörk. Hann fékk 10 í sóknareinkunn í sigri FH á ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk og skapaði fimm færi. Haukar sitja á toppi Olísdeildarinnar og töpuðu ekki leik í nóvember. Heimir Óli er með 8,02 í meðalsóknareinkunn í deildinni og fékk 10 í síðasta leik nóvember gegn ÍBV þar sem hann skoraði átta mörk úr átta skotum. Tilþrif nóvember Klippa: Seinni bylgjan: Tilþrif nóvember Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Sjá meira
Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á bestu leikmönnum og tilþrifum Olísdeildanna í handbolta. Kosningin fer fram hér á Vísi. Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir út fimmtudag en úrslitin verða kunngjörð í Seinni bylgjunni mánudaginn 10. desember klukkan 21:15. Í Olísdeild kvenna eru tilnefndar Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Lovísa Thompson. ÍBV tapaði ekki leik í nóvember og var Guðný Jenný með 38,8 prósenta markvörslu að meðaltali í þessum þremur leikjum. Selfoss vann sinn fyrsta leik í vetur í nóvember, þær lögðu enga aðra en Íslandsmeistara Fram á útivelli. Hrafnhildur Hanna hefur farið á kostum í liði Selfoss og er langmarkahæst í deildinni með 75 mörk. Steinunn fékk 10 í heildareinkunn hjá HB Statz í jafntefli Fram og Stjörnunnar í síðustu umferð Olísdeildar kvenna. Hún var með sjö mörk, fiskaði fimm víti, stal tveimur boltum og var með átta löglegar stöðvanir í leiknum. Valur er á toppi Olísdeildarinnar og hefur Lovísa verið einn þeirra bestu leikmanna með 5,3 mörk að meðalatali í leik í deildinni. Þeir bestu í nóvemberS2 SportÍ Olísdeild karla eru tilnefndir Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson, Heimir Óli Heimisson og Sveinbjörn Pétursson. Stjarnan hefur verið á miklu skriði í deildinni og vann alla sína fjóra leiki í nóvember. Það er að öðrum ólöstuðum að stórum hluta Sveinbirni og Agli að þakka. Sveinbjörn lokaði markinu og var með 41,4 prósenta markvörslu í mánuðinum, þar af nærri 50 prósent í leiknum við Akureyri. Egill skorar átta mörk að meðaltali í leik og ber sóknarleik Stjörnunnar áfram. Ásbjörn er markahæsti leikmaður deildarinnar með 77 mörk. Hann fékk 10 í sóknareinkunn í sigri FH á ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk og skapaði fimm færi. Haukar sitja á toppi Olísdeildarinnar og töpuðu ekki leik í nóvember. Heimir Óli er með 8,02 í meðalsóknareinkunn í deildinni og fékk 10 í síðasta leik nóvember gegn ÍBV þar sem hann skoraði átta mörk úr átta skotum. Tilþrif nóvember Klippa: Seinni bylgjan: Tilþrif nóvember
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Sjá meira