Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2018 16:02 Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér. Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.Stundin greinir frá þessu og birtir upptöku þar sem Miðflokksmenn heyrast furða sig á því að Magnús Þór hafi leitt lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Sá sem lemur Röggu Run, hann á ekki séns á Vesturlandi,“ heyrst Bergþór Ólason segja. Anna Kolbrún Árnadóttir bætir við „Ég veit það. Veistu, ég er sammála þér. Ég skil ekkert í ykkur.“ „Ha? Sá sem lemur Röggu Run? Hver er það?“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana? Hahahahaha!“ „Maggi gerði það sko,“ sagði Bergþór þá.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissamband en þau Magnús voru í sambúð og eiga saman tvö börn. Magnús Þór vísaði ásökunum Ragnheiðar á bug og sagði að hann mætti þola netníð af hendi Ragnheiðar, þó að Magnús væri aldrei nafngreindur í viðtalinu. Setti hann spurningamerki við tímasetningu viðtalsins í miðri kosningabaráttu hans, þar sem um væri að ræða samband sem lauk á erfiðan hátt fyrir áratug. Ragnheiður sagði frá því í viðtalinu að hún hafi ekki viljað trúa að hún væri orðin kona sem þurfti að leita til Kvennaathvarfsins en sagði að það hefði hjálpað henni. Hún sagði erfiðleikana hafa gert hana sterkari.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissambandSkjáskot/Akureyri Vikublað„Ef ég horfi til baka sé ég viðvörunarbjöllurnar sem dingluðu, strax í upphafi og útsambandið, en ég hlustaði ekki á þær. ÉG vildi ekki ganga aftur í gegnum skilnað og fannst ég þurfa að standa mína plikt.“ Á upptökunni virðist sem svo að Miðflokksmennirnir séu að ávarpa þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, sem sátu með þeim á barnum hið margumtalaða kvöld 20. nóvember. Þeir voru báðir reknir úr Flokki fólksins fyrir helgi og hafa tilkynnt forseta Alþingis að þeir hyggist sitja áfram sem óháðir þingmenn utan flokka. Magnús Þór var sem fyrr segir oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar og er nú framkvæmdastjóri þingflokks fólksins. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í dag las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.Stundin greinir frá þessu og birtir upptöku þar sem Miðflokksmenn heyrast furða sig á því að Magnús Þór hafi leitt lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Sá sem lemur Röggu Run, hann á ekki séns á Vesturlandi,“ heyrst Bergþór Ólason segja. Anna Kolbrún Árnadóttir bætir við „Ég veit það. Veistu, ég er sammála þér. Ég skil ekkert í ykkur.“ „Ha? Sá sem lemur Röggu Run? Hver er það?“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana? Hahahahaha!“ „Maggi gerði það sko,“ sagði Bergþór þá.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissamband en þau Magnús voru í sambúð og eiga saman tvö börn. Magnús Þór vísaði ásökunum Ragnheiðar á bug og sagði að hann mætti þola netníð af hendi Ragnheiðar, þó að Magnús væri aldrei nafngreindur í viðtalinu. Setti hann spurningamerki við tímasetningu viðtalsins í miðri kosningabaráttu hans, þar sem um væri að ræða samband sem lauk á erfiðan hátt fyrir áratug. Ragnheiður sagði frá því í viðtalinu að hún hafi ekki viljað trúa að hún væri orðin kona sem þurfti að leita til Kvennaathvarfsins en sagði að það hefði hjálpað henni. Hún sagði erfiðleikana hafa gert hana sterkari.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissambandSkjáskot/Akureyri Vikublað„Ef ég horfi til baka sé ég viðvörunarbjöllurnar sem dingluðu, strax í upphafi og útsambandið, en ég hlustaði ekki á þær. ÉG vildi ekki ganga aftur í gegnum skilnað og fannst ég þurfa að standa mína plikt.“ Á upptökunni virðist sem svo að Miðflokksmennirnir séu að ávarpa þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, sem sátu með þeim á barnum hið margumtalaða kvöld 20. nóvember. Þeir voru báðir reknir úr Flokki fólksins fyrir helgi og hafa tilkynnt forseta Alþingis að þeir hyggist sitja áfram sem óháðir þingmenn utan flokka. Magnús Þór var sem fyrr segir oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar og er nú framkvæmdastjóri þingflokks fólksins. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í dag las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira