Segir orðræðuna á Klaustursupptökunum ekki koma fötluðum á óvart Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2018 17:21 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir orðræðuna sem opinberuð var í Klaustursupptökunum ekki koma fötluðu fólki á óvart. Fatlaðir hafi um árhundruð búið við smættun, jaðarsetningu og skerðingu á réttindum sínum. Þetta sagði hún í ræðu á mótmælafundi á Austurvelli í gær, þar sem fólk hafði safnast saman til þess að krefjast afsagnar fjögurra þingmanna Miðflokkins og tveggja fyrrum þingmanna Flokks fólksins af Alþingi. Í ræðunni sagði Þuríður fatlað fólk hafa lagt mikið á sig til þess að fá alþingismenn og ráðherra til að hækka framfærslu til fatlaðra, sem hún segir vera langt undir atvinnuleysisbótum. Segir hún fatlaða nú spyrja sig hvort ástæða þess geti verið fordómar alþingismanna í garð fatlaðra.„Við eigum betra skilið“ Þuríður sagði þá að sú fyrirlitning sem þingmennirnir hefðu sýnt af sér í garð fatlaðra sýndi að þeir væru „með öllu ófærir um að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning.“ Þeir yrðu að taka pokann sinn því fatlaðir ættu betra skilið. Þá sagði Þuríður að aðrir þingmenn ættu nú að sýna það í verki að sami hugsunarháttur og þingmennirnir sýndu fram á ráði ekki gerðum þeirra og hvatti hún þingheim til þess að endurskoða þá framfærslu sem fatlaðir eru á, sem Þuríður segir vera þá lægstu sem fyrir finnst í íslensku samfélagi.Ræðu Þuríðar í heild sinni má nálgast hér. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir orðræðuna sem opinberuð var í Klaustursupptökunum ekki koma fötluðu fólki á óvart. Fatlaðir hafi um árhundruð búið við smættun, jaðarsetningu og skerðingu á réttindum sínum. Þetta sagði hún í ræðu á mótmælafundi á Austurvelli í gær, þar sem fólk hafði safnast saman til þess að krefjast afsagnar fjögurra þingmanna Miðflokkins og tveggja fyrrum þingmanna Flokks fólksins af Alþingi. Í ræðunni sagði Þuríður fatlað fólk hafa lagt mikið á sig til þess að fá alþingismenn og ráðherra til að hækka framfærslu til fatlaðra, sem hún segir vera langt undir atvinnuleysisbótum. Segir hún fatlaða nú spyrja sig hvort ástæða þess geti verið fordómar alþingismanna í garð fatlaðra.„Við eigum betra skilið“ Þuríður sagði þá að sú fyrirlitning sem þingmennirnir hefðu sýnt af sér í garð fatlaðra sýndi að þeir væru „með öllu ófærir um að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning.“ Þeir yrðu að taka pokann sinn því fatlaðir ættu betra skilið. Þá sagði Þuríður að aðrir þingmenn ættu nú að sýna það í verki að sami hugsunarháttur og þingmennirnir sýndu fram á ráði ekki gerðum þeirra og hvatti hún þingheim til þess að endurskoða þá framfærslu sem fatlaðir eru á, sem Þuríður segir vera þá lægstu sem fyrir finnst í íslensku samfélagi.Ræðu Þuríðar í heild sinni má nálgast hér.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum