Enginn hefur enn beðið Freyju afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 11:46 Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður. Vísir/Freyja Enginn þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í síðustu viku hefur beðið Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu og fyrrverandi þingmann, afsökunar á ummælum sem viðhöfð voru um hana umrætt kvöld. Freyja staðfestir þetta í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir vakti athygli á framtaksleysi þingmannanna í ræðu sem hún hélt á mótmælum vegna Klaustursupptakanna á Austurvelli í gær.Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í gær.Mynd/Aðsend„Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga í ræðu sinni. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“ Freyja segir í samtali við Vísi á tólfta tímanum að sér hafi ekki borist afsökunarbeiðni frá neinum þingmannanna í kjölfar umfjöllunar um málið í gær. Hún segist aðspurð engu hafa við það að bæta að svo stöddu. Freyja kom þó í gær á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa sent henni kærleikskveðjur í kjölfar Klaustursmálsins. Þá sagðist hún vona að beinir þolendur ofbeldisins séu einnig umvafðir samstöðu og hlýju. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Enginn þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í síðustu viku hefur beðið Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu og fyrrverandi þingmann, afsökunar á ummælum sem viðhöfð voru um hana umrætt kvöld. Freyja staðfestir þetta í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir vakti athygli á framtaksleysi þingmannanna í ræðu sem hún hélt á mótmælum vegna Klaustursupptakanna á Austurvelli í gær.Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í gær.Mynd/Aðsend„Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga í ræðu sinni. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“ Freyja segir í samtali við Vísi á tólfta tímanum að sér hafi ekki borist afsökunarbeiðni frá neinum þingmannanna í kjölfar umfjöllunar um málið í gær. Hún segist aðspurð engu hafa við það að bæta að svo stöddu. Freyja kom þó í gær á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa sent henni kærleikskveðjur í kjölfar Klaustursmálsins. Þá sagðist hún vona að beinir þolendur ofbeldisins séu einnig umvafðir samstöðu og hlýju. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum