Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sendir Rússum tóninn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2018 22:39 Trump og Mattis á góðri stundu. Drew Angerer/Getty Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir „óskammfeilin“ brot á samkomulagi við Úkraínu og kyrrsetningu þriggja úkraínskra skipa. Þá gagnrýndi hann Rússa einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á nýafstaðnar þingkosningar vestanhafs og fyrir að virða kjarnorkusamkomulag við Bandaríkin að vettugi. Mattis var á mælendaskrá á varnarmálaráðstefnu í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í dag, aðeins degi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti vék sér undan því að hitta kollega sinn frá Rússlandi, Vladimir Pútín, eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þeirra fastar. Pútín lét í dag hafa eftir sér að engin lausn á deilum Rússa og Úkraínumanna væri í sjónmáli og notaði orðið „stríð“ yfir ástandið sem nú er uppi. Þá gagnrýndi Mattis ríkisstjórn Pútíns fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru um miðjan nóvember í Bandaríkjunum og sakaði hann Rússa um að hafa reynt að hindra framgang lýðræðisins. Loks kenndi Mattis Pútín og hans ríkisstjórn um hvernig farið væri fyrir kjarnorkusamkomulagi Bandaríkjanna og Rússa en í október á þessu ári tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann hygðist draga aðild Bandaríkjanna að samkomulaginu til baka. Þetta hafi verið ákvðeið vegna ítrekaðra tilfella þar sem Rússar virtu samkomulagið að vettugi og hefðu uppi háttsemi sem stæði þvert gegn samkomulaginu, að sögn Mattis. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir „óskammfeilin“ brot á samkomulagi við Úkraínu og kyrrsetningu þriggja úkraínskra skipa. Þá gagnrýndi hann Rússa einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á nýafstaðnar þingkosningar vestanhafs og fyrir að virða kjarnorkusamkomulag við Bandaríkin að vettugi. Mattis var á mælendaskrá á varnarmálaráðstefnu í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í dag, aðeins degi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti vék sér undan því að hitta kollega sinn frá Rússlandi, Vladimir Pútín, eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þeirra fastar. Pútín lét í dag hafa eftir sér að engin lausn á deilum Rússa og Úkraínumanna væri í sjónmáli og notaði orðið „stríð“ yfir ástandið sem nú er uppi. Þá gagnrýndi Mattis ríkisstjórn Pútíns fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru um miðjan nóvember í Bandaríkjunum og sakaði hann Rússa um að hafa reynt að hindra framgang lýðræðisins. Loks kenndi Mattis Pútín og hans ríkisstjórn um hvernig farið væri fyrir kjarnorkusamkomulagi Bandaríkjanna og Rússa en í október á þessu ári tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann hygðist draga aðild Bandaríkjanna að samkomulaginu til baka. Þetta hafi verið ákvðeið vegna ítrekaðra tilfella þar sem Rússar virtu samkomulagið að vettugi og hefðu uppi háttsemi sem stæði þvert gegn samkomulaginu, að sögn Mattis.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03
Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56