Fullveldi Íslendinga var heimssögulegur viðburður Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2018 19:30 Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira