Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Mynd frá vettvangi slyssins.
Mynd frá vettvangi slyssins. Vísir/MHH
Tilkynnt var um alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi nærri bílasölu Toyota og Biskupstungnabraut vestan Selfoss rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Lögreglan á Suðurlandi segir að um árekstur tveggja bifreiða sé að ræða. Viðbragðsaðilar þurftu að beita klippum til að ná einum aðila úr hvorum bíl. 

Þeir eru með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Suðurlandsvegur verður lokaður vegna vinnu á vettvangi í einhverja stund. Hjáleið um Eyrarbakkaveg og þorlákshafnarveg og eins er unnt að komast upp Biskupstungnabraut og yfir hjá Laugarási.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. 



Fyrr í dag rákust vörubifreið og fólksbifreið á sem ekið var í sömu átt á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. Átti umferðaróhappið sér stað klukkan 11:19 í morgun en ökumaður og farþegi voru flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en meiðsli voru talin minniháttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×