Seinni bylgjan: Hugsanlega bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 14:30 Hergeir Grímsson og Einar Sverrisson. Vísir/Daníel Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið
Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira