„Kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla g'day mate“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2018 11:23 Andrew Broad hefur sagt af sér í kjölfar málsins. EPA/AAP Fjöldi Ástrala hefur nú afneitað ástsælasta orðatiltæki þjóðarinnar, g‘day mate, í kjölfar kynlífshneykslis stjórnarþingmanns. Málið varðar hátt settan þingmann, ávaxtaráðstefnu í Hong Kong og stefnumótasíðu fyrir svokölluð sykurbörn, ungt fólk sem sækist eftir sambandi með eldri, vel efnaðri, manneskju. Andrew Broad hefur sagt af sér og segir pólitískan feril sinn á enda eftir að málið komst upp. Greint var frá því að hann hefði sent „g‘day mate“ í kynferðislegu samhengi til ungrar konu sem segist hafa kynnst honum á stefnumótasíðu. Broad hefur ekki viljað svara fyrir ásakanirnar en sendi frá sér yfirlýsingu. Málið þykir koma illa við ríkisstjórnina, sem þykir eiga við kvennavandamál að stríða, það er að segja að konur kjósi síður frjálslynda flokkinn. Konan sem kölluð er Amy segir að þingmaðurinn hafi sent henni skilaboð á Whatsapp. Hann hafi spurt hana hvort hún fílaði ástralska hreiminn. Hún hafi svarað því að henni fyndist þeir afar kynæsandi. Næstu skilaboð frá Broad hafi þá verið: „Ég toga þig að mér, renni sterkum höndum mínum niður bakið á þér, kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla G‘day mate.“ „Ég er sveitagaur, þannig að ég kann að fljúga flugvél, ríða hesti og ríða konunni minni. Áform mín eru fullkomlega svívirðileg,“ á þingmaðurinn einnig að hafa sagt.Fifty Shades of g'day Áströlum finnst skilaboðin ýmist fyndin eða bagaleg. Hefur hneykslið verið kallað Fifty shades of g‘day, sem er vísun í bókina fimmtíu gráa skugga, en aðrir segja að g‘day hafi verið aflýst. Konan hefur aðeins komið fram undir nafninu Amy í fjölmiðlum í Ástralíu og segir hún að Broad hafi kallað sig James Bond á stefnumóti þeirra og að hann hafi kvartað undan háu verðlagi á veitingastaðnum þar sem þau hittust. Málið hefur sem fyrr segir varpað ljósi á vandamál frjálslynda flokksins þegar kemur að því að næla í atkvæði kvenna og því er spáð að kvenframbjóðendur hljóti góða kosningu í næstu kosningum sem fara fram í maí. Ástralía Eyjaálfa Hong Kong Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Fjöldi Ástrala hefur nú afneitað ástsælasta orðatiltæki þjóðarinnar, g‘day mate, í kjölfar kynlífshneykslis stjórnarþingmanns. Málið varðar hátt settan þingmann, ávaxtaráðstefnu í Hong Kong og stefnumótasíðu fyrir svokölluð sykurbörn, ungt fólk sem sækist eftir sambandi með eldri, vel efnaðri, manneskju. Andrew Broad hefur sagt af sér og segir pólitískan feril sinn á enda eftir að málið komst upp. Greint var frá því að hann hefði sent „g‘day mate“ í kynferðislegu samhengi til ungrar konu sem segist hafa kynnst honum á stefnumótasíðu. Broad hefur ekki viljað svara fyrir ásakanirnar en sendi frá sér yfirlýsingu. Málið þykir koma illa við ríkisstjórnina, sem þykir eiga við kvennavandamál að stríða, það er að segja að konur kjósi síður frjálslynda flokkinn. Konan sem kölluð er Amy segir að þingmaðurinn hafi sent henni skilaboð á Whatsapp. Hann hafi spurt hana hvort hún fílaði ástralska hreiminn. Hún hafi svarað því að henni fyndist þeir afar kynæsandi. Næstu skilaboð frá Broad hafi þá verið: „Ég toga þig að mér, renni sterkum höndum mínum niður bakið á þér, kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla G‘day mate.“ „Ég er sveitagaur, þannig að ég kann að fljúga flugvél, ríða hesti og ríða konunni minni. Áform mín eru fullkomlega svívirðileg,“ á þingmaðurinn einnig að hafa sagt.Fifty Shades of g'day Áströlum finnst skilaboðin ýmist fyndin eða bagaleg. Hefur hneykslið verið kallað Fifty shades of g‘day, sem er vísun í bókina fimmtíu gráa skugga, en aðrir segja að g‘day hafi verið aflýst. Konan hefur aðeins komið fram undir nafninu Amy í fjölmiðlum í Ástralíu og segir hún að Broad hafi kallað sig James Bond á stefnumóti þeirra og að hann hafi kvartað undan háu verðlagi á veitingastaðnum þar sem þau hittust. Málið hefur sem fyrr segir varpað ljósi á vandamál frjálslynda flokksins þegar kemur að því að næla í atkvæði kvenna og því er spáð að kvenframbjóðendur hljóti góða kosningu í næstu kosningum sem fara fram í maí.
Ástralía Eyjaálfa Hong Kong Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira