Mikil fjölgun umsókna í Tækniþróunarsjóð þýðir að færri fá styrki Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:30 Rannís sér um rekstur Tækniþróunarsjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
„Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira