Fækkun viðhaldsdaga gæti aukið tekjur af virkjunum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 21:15 Matthildur María Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur er verkefnisstjóri í viðhalds- og endurbótaverkefnum Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér: Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér:
Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00