Stuðningsmaður Báru kallaði lögmann Miðflokksmanna fífl Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2018 16:47 Báru var ákaft fagnað þegar hún kom úr dómsal. Vísir/Vilhelm Fjölmargir mættu til að sýna Báru Halldórsdóttur stuðning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þangað var hún boðuð vegna kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um að hún gæfi skýrslu til að varpa ljósi á hvernig hún tók samtal þeirra upp á Klaustur-bar 20. nóvember síðastliðinn. Nokkrir nafntogaðir einstaklingar voru mættir í dómsal til að sýna Báru stuðning. Þar á meðal Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri, Mörður Árnason fyrrverandi þingmaður, Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi varaþingmaður og tónlistarmaðurinn Hörður Torfason. Þingfesting málsins fór fram í dómsal 101 sem er stærsti salur Héraðsdóms Reykjavíkur. Setið var í hverju sæti og komast færri að en vildu. Þeir sem komust þó ekki inn í salinn biðu eftir að þingfestingunni væri lokið og hylltu Báru þegar hún kom út úr þingsalnum.Bára hafnaði kröfunni um skýrslutöku og fór fram munnlegur málflutningur þar sem sóknaraðili og varnaraðili færðu rök fyrir sínu máli. Þingmennirnir fjórir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Ólafsdóttir og Bergþór Ólason.Jón Gnarr fagnar báru fyrir þingfestinguna. Vísir/VilhelmLögmaður þeirra er Reimar Pétursson en hann sagði að með athæfi sínu hefði Bára brotið gegn rétti þingmannanna til einkalífs. Sagði hann það afar sérkennilegt að Bára neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi og sagði það benda til þess að hún hefði eitthvað að fela. Einhverjir sem sátu í dómsal hlógu á meðan Reimar flutti mál sitt og sumir ræsktu sig hressilega yfir fullyrðingum hans. Á einum tímapunkti þegar Reimar flutti mál sitt hrópaði ein stuðningskona Báru að Reimari: „Fífl!“Bára á leið úr þingsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmVar konunni bent á af öðru fólki í dómsalnum að óþarfi væri að hafa uppi slíkt orðfæri en henni virtist standa á sama og endurtók orðið „fífl“ þegar Reimar gekk í sæti sitt. Verjandi Báru, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sagði að Bára hefði þegar stigið fram í blaðaviðtölum og greint frá sinni aðkomu að málinu. Því væru forsendur vitnamáls fyrir dómi brostnar og þess vegna bæri að hafna þessari kröfu.Freyja Haraldsdóttir ásamt Báru í dómsal.Vísir/VilhelmReimar sagði að ekki væri hægt að vísa í blaðaviðtal máli sínu til stuðnings. Bein sönnunarfærsla færi fram fyrir dómara og þegar blaðaviðtöl eiga sér stað þá fengju aðilar ekki færi á að spyrja gagnspurninga þar sem Bára yrði að svara fyrir dómara þar sem meiri ábyrgð fylgdi svörum hennar. Reimar vildi einnig fá aðgang að myndefni frá Alþingi og Dómkirkjunni sem og inni á Klaustur-bar til að varpa ljósi á hvernig Bára stóð að þessari upptöku og hvort hún hefði verið ein að verki. Sagði Reimar að umbjóðendur hans drægju frásögn hennar í blaðaviðtölum í efa. Þegar lögmennirnir höfðu lokið máli sínu sagði dómari að málið yrði tekið til úrskurðar og búast mætti við niðurstöðu undir lok vikunnar, en það gæti þó dregist. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Bára mætt í héraðsdóm Fjöldi fólks hafði boðað komu sína til að sýna henni samstöðu. 17. desember 2018 14:51 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Fjölmargir mættu til að sýna Báru Halldórsdóttur stuðning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þangað var hún boðuð vegna kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um að hún gæfi skýrslu til að varpa ljósi á hvernig hún tók samtal þeirra upp á Klaustur-bar 20. nóvember síðastliðinn. Nokkrir nafntogaðir einstaklingar voru mættir í dómsal til að sýna Báru stuðning. Þar á meðal Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri, Mörður Árnason fyrrverandi þingmaður, Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi varaþingmaður og tónlistarmaðurinn Hörður Torfason. Þingfesting málsins fór fram í dómsal 101 sem er stærsti salur Héraðsdóms Reykjavíkur. Setið var í hverju sæti og komast færri að en vildu. Þeir sem komust þó ekki inn í salinn biðu eftir að þingfestingunni væri lokið og hylltu Báru þegar hún kom út úr þingsalnum.Bára hafnaði kröfunni um skýrslutöku og fór fram munnlegur málflutningur þar sem sóknaraðili og varnaraðili færðu rök fyrir sínu máli. Þingmennirnir fjórir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Ólafsdóttir og Bergþór Ólason.Jón Gnarr fagnar báru fyrir þingfestinguna. Vísir/VilhelmLögmaður þeirra er Reimar Pétursson en hann sagði að með athæfi sínu hefði Bára brotið gegn rétti þingmannanna til einkalífs. Sagði hann það afar sérkennilegt að Bára neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi og sagði það benda til þess að hún hefði eitthvað að fela. Einhverjir sem sátu í dómsal hlógu á meðan Reimar flutti mál sitt og sumir ræsktu sig hressilega yfir fullyrðingum hans. Á einum tímapunkti þegar Reimar flutti mál sitt hrópaði ein stuðningskona Báru að Reimari: „Fífl!“Bára á leið úr þingsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmVar konunni bent á af öðru fólki í dómsalnum að óþarfi væri að hafa uppi slíkt orðfæri en henni virtist standa á sama og endurtók orðið „fífl“ þegar Reimar gekk í sæti sitt. Verjandi Báru, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sagði að Bára hefði þegar stigið fram í blaðaviðtölum og greint frá sinni aðkomu að málinu. Því væru forsendur vitnamáls fyrir dómi brostnar og þess vegna bæri að hafna þessari kröfu.Freyja Haraldsdóttir ásamt Báru í dómsal.Vísir/VilhelmReimar sagði að ekki væri hægt að vísa í blaðaviðtal máli sínu til stuðnings. Bein sönnunarfærsla færi fram fyrir dómara og þegar blaðaviðtöl eiga sér stað þá fengju aðilar ekki færi á að spyrja gagnspurninga þar sem Bára yrði að svara fyrir dómara þar sem meiri ábyrgð fylgdi svörum hennar. Reimar vildi einnig fá aðgang að myndefni frá Alþingi og Dómkirkjunni sem og inni á Klaustur-bar til að varpa ljósi á hvernig Bára stóð að þessari upptöku og hvort hún hefði verið ein að verki. Sagði Reimar að umbjóðendur hans drægju frásögn hennar í blaðaviðtölum í efa. Þegar lögmennirnir höfðu lokið máli sínu sagði dómari að málið yrði tekið til úrskurðar og búast mætti við niðurstöðu undir lok vikunnar, en það gæti þó dregist.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Bára mætt í héraðsdóm Fjöldi fólks hafði boðað komu sína til að sýna henni samstöðu. 17. desember 2018 14:51 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Bára mætt í héraðsdóm Fjöldi fólks hafði boðað komu sína til að sýna henni samstöðu. 17. desember 2018 14:51
Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59
Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04