Forngripur á Alþingi Ellert B. Schram skrifar 18. desember 2018 07:00 Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun